Gniewino Sport

Innifalið

  • Flug, skattar Kef – Gdansk – Kef.
  • 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur.
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • 4* gisting.
  • Fullt fæði (matseðill í samráði við þjálfara)
  • Æfingabúnaður t.d æfingakarlar, stigar, grindur, stangir o.fl.
  • Vatn á æfingum.
  • Spa.
  • Nuddherbergi.
  • Gym.

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn í síma 552-2018 eða info@tasport.is.

Flokkur:

Gniewino Sport

Staðsett 1 klst frá flugvellinum í Gdansk er Gniewino sport æfingarsvæði í hæsta gæðaflokki í norður Póllandi. Vellirnir eru við hótelið svo liðin geta gengið beint út á völl af 4* Mistral hótelinu. Starfsfólk hótelins er þekkt fyrir mikla þjónustulund og heldur vel utan um hópa sem þarna æfa. Samráð er haft við þjálfara liðsins í matseðlinum. Sérhver máltíð samanstendur af næringríku hráefni í samræmi við sérstakar þarfir íþróttahópa. Svæðið var notað af spænska landsliðinu fyrir Evrópumótið í fótbolta í Póllandi árið 2012. Meðal liða sem einnig hafa æft á svæðinu, Olympiacos Football Club, Maccabi Tel- Aviv ásamt öllum helstu félagsliðum Póllands.

Mistral Sport **** Hotel

Býður upp á þægilega gistingu í 105 nútímalegum 20 m2 tveggja manna herbergjum og 8 rúmgóðar  70 m2 svítur. Öll herbergin eru með minibar, gervihnattasjónvarpi og internetaðgangi. Meðan á dvöl stendur geta gestir okkar notið aðstöðu SPA miðstöðvarinnar  sem samanstendur af  sundlaug, nuddpotti, þurr gufu, eimbað, ljósabekk og  líkamsrækt. Afþreying í boði í nálægð við hótelið svo sem bátsferðir, veiðar, hjólreiðar, hestaferðir.

 

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close