Club de golf Barcelona (Golfskóli í boði)

179.800 kr.268.800 kr.

Innifalið

 • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Barcelona – Keflavík.
 • Flutningur á 20kg. golfsetti og 10kg. handfarangur.
 • 20kg. innrituð taska innifalinn í 9 nátta ferð.
 • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför.
 • Gisting á 4 stjörnu hóteli með hálfu fæði.
 • Ótakmarkað golf. (ekki á ferðadögum)
 • ATH spilað er á brottfaradegi í 4 nátta ferðum.
 • Æfingaboltar.
 • Golfbíll fyrstu 18 holurnar á dag.
 • Íslensk farastjórn. (lágmark 16. manns. )

Auka 20kg. innrituð taska kostar 7000kr fram og til baka.

Gistináttaskattur 1€ per nótt er ekki innifalinn.

Þar sem golfbíll er innifalinn miðast verð að tveir deili bíl.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Hreinsa

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Club de golf Barcelona

 

Einn rótgrónasti og þekktasti golfvöllur Katalóníu héraðsins á Spáni. Svæðið er staðsett aðeins  27 km frá Barcelona borg tekur um 25 mínútur með leigubíl inn í borgina. Á svæðinu eru tveir golfvellir sem báðir eru hannaðir af einum þekktasta golfara Spánar Jose Maria Olazabal. Masia Bach er 18 holu völlur, par 72 og 6.271 metrar á gulum teig.  Völlurinn opnaði árið 1990 hannaður með það í huga að hafa hann krefjandi fyrir alla golfara bæði lengar og styttra komna. Sant Esteve er 9 holu völlur, par 31 og er 1.780 metrar. Falleg hönnun og mikið landslag. Sant Esteve völlurinn er samsettur af einni par 5, tveimur par 4 og sex par 3. Völlurinn hentar vel fyrir byrjendur og er líka mjög skemmtilegur spilunar fyrir lengra komna.

 • Nr. 22 á top 100 listanum yfir bestu golfsvæði á Spáni.
 • Nr. 85 á top 100 listanum yfir bestu golfvæði í Evrópu.

 


6 daga kennsla á öllum höggum golfsins og farið verður vandlega yfir grunnatriði allra högga. PGA golfkennarinn Friðrik Gunnarsson mun sjá til þess að golfkennslan verði fyrsta flokks.

Kennt verður alla morgna á milli klukkan 9 til 12.

Skólinn hentar sérlega vel fyrir byrjendur sem og háforgjafa kylfinga.

Golfskólinn er kjörin leið til að kunna bera sig að við hin ýmsu högg og auka við sjálfstraustið út á velli.

Opin námskeið verða einnig í boði á hverjum degi eftir hádegi (frá klukkan 13-14 og 14-15). Þar verður nýr þáttur golfins tekinn fyrir á hverjum degi. Námskeiðin henta öllum kylfingum sem vilja vinna sig í átt að betra skori. Aðgangur er gegn aukagjaldi.


Doubletree by Hilton Barcelona golf ****

Hótelið er 4* ný uppgert frá árinu 2019, staðsett við 1. teig. Það sem einkennir Barcelona golf er rólegt og afsappað umhverfi og fallegt útsýni í fjallshlíðar Montserrat. Húsakosturinn er gerður til að samræmast við hið fallega Penedés svæði sem er staðsett milli Miðjarðahafsins og fjallanna í Montserrat. Svæðið er þekkt fyrir vínframleiðslu og ótrúlega góða matargerð.

Veitingastaðurinn hótelsins býður upp á fjölbreyttan matseðil með árstíðabundnum hráefnum.

OAK Nýr veitingarstaðurinn í klúbbhúsinu opnaði nóvember 2020. býður upp á hefðbundin katalónískan matseðil ásamt fjölbreyttum vikumatseðil. Einnig er í boði fljótlegir réttir eins og tapas, samlokur og hamborgar fyrir á sem vilja.

Spa hótelsins býður  meðal annars uppá  sundlaug með vatnsnuddi, fótaböð, sauna og tyrknesk böð. Líkamsræktin er opin gestum hótelsins. Einnig er í boði ýmsar meðferðir, þ.mt nudd, Vichy-sturtur, súkkulaðimeðferð, vínmeðferð og cava-meðferð. Aðgangur í spa er gegn aukagjaldi.


Í boði gegn gjaldi.

Skoðunarferð á vínbúgarð.

Skoðunarferð til Montserrat

Miði á Elton John 22.október.

Útvegum miða á heimaleiki Barcelona.


 

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close