Club de Golf Vallromanes

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Barcelona – Keflavík.
  • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.
  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför.
  • Akstur golf-hótel-golf.
  • Gisting á 4* hóteli með hálfu fæði.
  • 18 holur á El Prat með golfbíl
  • 18 holur á Llavarnes með golfbíl
  • 18 holur á Montanyá með golfbíl
  • Ótakmarkað golf. (ekki á ferðadögum)
  • Golfbíll fyrstu 18 holurnar á dag.
  • Æfingarboltar á Vallromanes.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flokkur:

Lýsing

Club De Golf Vallromanes

18 holu golfvöllur staðsettur í Vallromanes um 24km norður af Barcelona. Lítið þorp þekkt fyrir rólegt andrúmsloft og fallega náttúru og glæsilegan golfvöll.  Við bjóðum uppá Vallromanes í 7 og 11 nætur þar sem spilaðir eru 3 vellir aukalega við Club De Golf Vallromanes en stutt er í marga mjög skemmtilega golfvelli, m.a El Prat, Llavarnes og Montyná. Þá daga sem farið er á aðra velli er spilað 18 holur með golfbíl annars ótakmarkað golf á Vallromanes.

Fyrir þá golfara sem ekki hentar að dvelja í 7 eða 11 nætur hafa samband við skrifstofu og við setjum upp þína ferð.

Í boði gegn gjaldi. Skoðunarferð á vínbúgarð, skoðunarferð til Montserrat, útvegum miða á heimaleiki Barcelona


Vallromanes

Skemmtilegur 18 holu skógarvöllur með breiðar brautir, opnaður 1972 og hannaður af F.W. Hawtree sem einnig er hönnuðurinn á Llavarnes. Völlurinn er par 72 og rúmlega 5200 metrar af

gulum teigum. Spanish Open er meðal þekktra golfmóta sem haldið hefur verið á vellinum.


El Prat

Einn elsti og þekktasti golfvöllur Spánar opnaður árið 1912.  El Prat er talið eitt af flottustu golfsvæðum Spánar, haldin hafa verið meira en 250 golfmót á hæsta leveli meðal annars opna spænska 10 sinnum. Svæðið bíður uppá fimm 9 holu velli sem er stillt upp í tvo mismunandi 18 holu velli og 9 holu.


Llavarnes

Llavaneras er 18 holu krefjandi golfvöllur með þröngum en vel skipulögðum brautum. Par 70 og 5.028 metrar af gulum teig. Völlurinn hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum, þar sem völlurinn er ekki langur reynir hann á margar kylfur í pokanum. Golfvöllurinn er hannaður af F.W. Hawtree. 


Montanyá

18 holu golfvöllur umkringdur stórkostlegu landslagi, opnaður árið 1989 og er talin vera eitt best geymda leyndarmálið á þessu fallega útivistarsvæði. Völlurinn er 6067 metrar af gulum teig þar sem fyrri 9 holurnar eru töluvert styttri og tæknilega meira krefjandi, hann lengist svo á 9 holunum og verða brautirnar opnari og breiðari.


Hotel Can Galvany 4*

Staðsett tæplega 1 kílómetra frá golfvellinu í Vallromens. Hótelið var endurnýjað 2012 og skiptis nú í tvær byggingar, gamla byggingin með  nokkrar svítur og spa. Nýja byggingin er með nýtískulegum herbergjum, veitingarstað og bar. Allir gestir fá einu sinni frítt í spa-ið í 1 klst, annars kostar 25 evrur fyrir 2 einnig er hægt að bóka ýmsar meðferðir í spa-inu gegn gjaldi.

ATH !! akstur frá hóteli á golfvöll og tilbaka er innifalið í verði.