Infinitum Golf

219.800 kr.249.800 kr.

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – BCN – Keflavík.
  • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.
  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför.
  • Gisting á 4 stjörnu hóteli með morgunmat / 3 valmöguleikar
  • Ótakmarkað golf. ( ekki á ferðadögum)
  • Akstur hótel – golf – hótel.
  • Golfkerra.
  • Upphitunar boltar á æfingarsvæðinu.

Golfbíl kr. 3500 per 18 holur, per mann eða kr. 4700 fyrir 36 holur. Verð miðast við 2 saman á bíl.

Gistináttaskattur 1€ per nótt er ekki innifalinn.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Hreinsa

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Infinitum svæðið hefur á að skipa þrjá glæsilega golfvelli

Vellirnir hafa allir sitt kennileiti t.d er mikill hæða mismunur á Hills á meðan Lakes er mun flatari, báðir þessir vellir eru 18 holur og hafa verið notaðir í úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina oftar en einu sinni. Ruins sem er 9 holur er svo bland af báðum en sumar brautir töluvert styttri en tæknilega skemmtilegur völlur. Svæðið hefur tvo glæsilega golfskála sem standa við Hills og Lakes vellina, Ruins völlurinn er svo mitt á milli Lakes og Hills.


Salou

Fallegur strandbær á Costa Dorada ströndinni í klukkustundar akstursfjarlægð suður af Barcelona. Salou hefur fallegar strendur ásamt því að hafa fjölbreytta afþreyingu í boði, það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Bærinn er einnig þekktur fyrir gott skemmtanalíf sitt þar sem í boði er fjöldinn allur af frábærum veitingastöðum og börum.  

Cambrils

Nágrannabær Salou sem er  þekktur fyrir úrvals sjávarrétti. Bærinn er þekktur meðal Spánverja og fara margir þangað í sumarhúsið sitt í frí. Við mælum með Cambrils fallegur og snyrtilegur bær með gott úrval veitingastaða. Bærinn er í u.þ.b. 15 mín akstursfjarlægð frá Salou. 

Tarragona

Borgin hefur mikla sögu og gæti því verið skemmtilegt að heimsækja hana. Við mælum með að versla í Tarragona en þar er að finna tvö mjög flott moll, El Corte Inglés og Comercial Parc Central. Það tekur u.þ.b. 10-15 mínútur að keyra yfir í bæinn,  bæði er auðvelt að taka strætó og leigubíl.


Í boði gegn gjaldi

  • Skoðunarferð á vínbúgarð.
  • Útvegum miðum á heimaleiki Barcelona.

Mónica Hotel ****

Staðsett í hjarta Cambrils  aðeins 100 metra frá ströndinni og smábátahöfninni í Cambrils, í kringum útisundlaug með pálmatrjám og fallegum garði. Önnur aðstaða á Mònica Hotel er líkamsræktarstöð, gufubað, heitur pottur og tyrkneskt bað.

Veitingastaður hótelsins býður upp á ýmsa hlaðborðsvalkosti í hádeginu og á kvöldin. Í morgunmatnum er valið allt frá eggjakökum yfir í franskt bakarí.

Öll herbergin eru loftkæld og með ókeypis WiFi, öryggishólfi og flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum. Það er baðherbergi með baðkari eða sturtu, hárþurrku og ókeypis snyrtivörum.

Akstur á golfvelli tekur um 20 mínútur.


Magnolia Hotel ****

Hótelið er einungis fyrir fullorðina eða 18+ , staðsett í miðsvæðis í Salou 50 metra frá ströndini, Í kringum hótelið er að finna úrval af veitingastöðum og börum auk fjölda verslana.

Rúmgóð herbergi Magnolia eru með glæsilegar innréttingar, loftkælingu og gervihnattasjónvarp. Öll eru með stór baðherbergi með vatnsnuddsturtum.

Spa svæði hótelsins er með gufubað, tyrknesk böð og líkamsræktarstöð. Meðferði í boði m.a vín- og súkkulaðimeðferðir, andlitsmeðferðir og nudd.

Veitingastaðurinn býður upp á morgunverðarhlaðborð og kvöldverð af matseðli.

Akstur á golfvelli tekur um 8-10 mínútur.


Sol Port Cambrils Hotel ****

Sol Port Cambrils Hotel er staðsett í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni og Rugueral snekkjuklúbbnum. Rúmgóð herbergin á Sol Port Cambrils Hotel eru með sérsvölum, gervihnattasjónvarpi og loftkælingu. Önnur aðstaða á hótelinu m.a útisundlaug og líkamsræktarstöð með tveimur gufuböðum. Tosca veitingastaður Sol Port býður upp á hlaðborðsmáltíðir og Aida býður upp á máltíðir af matseðli. Á sumrin er sundlaugargrill og snarlbar ásamt fjölbreyttri afþreyingu.

 


 

 Infinitum svæðið hefur á að skipa þrjá glæsilega golfvelli

 


Hills

Hills völlurinn er par 72 og er 6334 metrar. Hann hefur að bjóða fagurt útsýni. Völlurinn er skógarvöllur og hannaður af Green Projects fyrirtækinu.

 

 

 


Lakes

Lakes völlurinn er par 71 og er 6300 metrar og hannaður af golfgoðinu Greg Norman. Völlurinn er umvafinn einstakri náttúruparadís og er stórkostleg upplifun að spila hann í góðra vina hóp.

 

 

 


Ruins

Ruins völlurinn er 9 holur par 34 og er 2353 metrar. Hann er mitt á milli Lakes og Hills golfskálana og stendur hæðst af þeim.Völlurinn býður upp á enn eina útgáfuna af umhverfi og útsýni,er hann eins og Lakes völlurinn hannaður af Greg Norman.

 

 


 

Content not available.
Please allow cookies by clicking Accept on the banner

 

Dagsetning

13.sept, 20.sept, 23.sept, 30.sept, 4.okt, 7.okt, 14.okt, 18.okt

Gisting

Tvíbýli, Einbýli

Nætur

5 nætur, 7 nætur, 9 nætur, 11 nætur

Hótel

Sol Port 4*, Mónica 4*, Magnolia 4*

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close