Lumine Golf Club

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – BCN – Keflavík.
  • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.
  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför.
  • Gisting á 4 stjörnu hóteli með morgunmat.
  • Ótakmarkað golf. ( ekki á ferðadögum)
  • Golfbíll fyrstu 18 holur á dag.
  • Upphitunar boltar á æfingarsvæðinu.
  • Akstur hótel – golf – hótel.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flokkur:

Lumine svæðið hefur á að skipa þrjá glæsilega golfvelli

Vellirnir hafa allir sitt kennileiti t.d er mikill hæða mismunur á Hills á meðan Lakes er mun flatari, báðir þessir vellir eru 18 holur og hafa verið notaðir í úrtökumót fyrir evrópumótaröðina oftar en einu sinni. Ruins sem er 9 holur er svo bland af báðum en sumar brautir töluvert styttri en tæknilega skemmtilegur völlur. Svæðið hefur tvo glæsilega golfskála sem standa við Hills og Lakes vellina, Ruins völlurinn er svo mitt á milli Lakes og Hills.


Salou

Fallegur strandbær á Costa Dorada ströndinni í klukkustundar akstursfjarlægð suður af Barcelona. Salou hefur fallegar strendur ásamt því að hafa fjölbreytta afþreyingu í boði, það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Bærinn er einnig þekktur fyrir gott skemmtanalíf sitt, þar sem í boði er fjöldinn allur af frábærum veitingastöðum og börum.  

Cambrils

Nágrannabær Salou, þekktur fyrir úrvals sjávarrétti. Bærinn er þekktur meðal Spánverja og fara margir þangað í sumarhúsið sitt í frí. Við mælum með að kíkja yfir í bæinn, skoða sig um og fá sér góðan kvöldverð. Bærinn er í u.þ.b. 15 mín akstursfjarlægð frá Salou. 

Tarragona

Borgin hefur mikla sögu og gæti því verið skemmtilegt að heimsækja hana. Við mælum með að versla í Tarragona en þar er að finna tvö mjög flott moll, El Corte Inglés og Comercial Parc Central. Það tekur u.þ.b. 10-15 mínútur að keyra yfir í bæinn,  bæði er auðvelt að taka strætó og leigubíl.


Í boði gegn gjaldi

  • Skoðunarferð á vínbúgarð með íslenskri farastjórn.
  • Útvegum miðum á heimaleiki Barcelona.

Hotel Olympus Palace****

Staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá Levante strönd Salou er ný uppgert 4* hotel Olympus Park. Tvær sundlaugar ein í garðinum og svo önnur á þaki með heitum potti, nuddpotti og sólarverönd sem breytis í bar á kvöldin. Öll herbergin á hótelinu eru með svalir

Akstur á golfvelli tekur um 5 – 7 mínútur.


Hotel Las Vegas ****

Hótelið er staðsett í miðbæ Salou, aðeins 4 mínútum frá ströndinni. Öll herbergin hafa svalir. Einnig hefur hótelið uppá að bjóða 2 útisundlaugar, 1 barnalaug og líkamsræktaraðstöðu. Keyrsla frá hóteli á golfsvæði tekur u.þ.b. 10 mínútur. Einn besti og þekktasti matsölustaður í Salou er í mínútu göngufæri.


Gran Palas *****

Lúxus 5 stjörnu hótel og heilsulind, staðsett á ströndinni í Pineda. Öll herbergin koma með sér svölum, minibar og hárþurrku svo eitthvað sé nefnt. Heilsulindin er með gufubað, tyrkneskt bað, nuddpott, innisundlaug og líkamsræktarstöð ásamt því að nuddþjónusta og ýmsar meðferðir eru í boði. Hótelið býður upp á þrjá veitingastaði. Keyrsla frá hóteli á golfsvæði tekur u.þ.b. 5 mínútur.


Blaumar hótel ****

Staðsett í rólegum hluta Salou, með útsýni Levante-strönd og strandgöngusvæðið. Á staðnum eru 2 sundlaugar, ókeypis aðgangur að spa og gym. Herbergin á Blaumar eru öll með verönd eða svölum. Boðið er upp á barnaleiksvæði og barnalaug með vatnsrennibraut. Hótelið býður upp á skemmtun fyrir börn og fullorðna bæði á daginn og kvöldin. Í heilsulindinni eru heitur pottur, gufubað og tyrknesk böð. Hlaðborðsveitingastaður Blaumar býður upp á ekta héraðsrétti sem unnir eru úr innlendu hráefni sem og spænska rétti og þemakvöld. Á staðnum er einnig veitingastaðurinn Arena. Miðbær Salou er í 500 metra fjarlægð.


 

Lumine svæðið hefur á að skipa þrjá glæsilega golfvelli

 

Hills

Hills völlurinn er par 72 og er 6334 metrar. Hann hefur að bjóða fagurt útsýni. Völlurinn er skógarvöllur og hannaður af Green Projects fyrirtækinu.

 

 

 


Lakes

Lakes völlurinn er par 71 og er 6300 metrar og hannaður af golfgoðinu Greg Norman. Völlurinn er umvafinn einstakri náttúruparadís og er stórkostleg upplifun að spila hann í góðra vina hóp.

 

 

 


Ruins

Ruins völlurinn er 9 holur par 34 og er 2353 metrar. Hann er mitt á milli Lakes og Hills golfskálana og stendur hæðst af þeim.Völlurinn býður upp á enn eina útgáfuna af umhverfi og útsýni,er hann eins og Lakes völlurinn hannaður af Greg Norman.

 

 


 

Content not available.
Please allow cookies by clicking Accept on the banner

 

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close