Peralada Wine Spa and Golf

Innifalið:

 • Flug, skattar og gjöld Keflavík – BCN – Keflavík.
 • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.
 • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför.
 • Gisting á 5 stjörnu hóteli með morgunmat.
 • Ótakmarkað golf.
 • Golfkerra.
 • Æfingaboltar.
 • Íslensk farastjórn.
Flokkur:

Peralada Wine Spa and  Golf:    

Peralada Resort er staðsett í hjarta Alt Empordà í norður Katalóníu. Svæðið er byggt út frá glæsilegum kastala frá 14. öld. Inn í kastalanum er Casino Peralada eina spilavítið í heiminum sem er staðsett í kastala frá miðöldum. Einnig er hægt að njóta tónlistar og matar en í kastalanum er veitingastaðurinn Castell Peralada Restaurant sem sérhæfir sig í Katalónískum- og Miðjarðarhafsréttum, staðurinn fékk nýlega Michelin stjörnu. Fyrir utan kastalann er veitingastaðurinn El Grill del Celler veitingastaður með fjöbreyttan grill matseðil.

Svæðið býður upp á fimm stjörnu hótel, wine spa, 18 holu golfvöll, 9 holu pitch and putt auk þess sem það hefur sinn eigin vínbúgarð sem er alþjóðlega þekktur fyrir vín sitt.


Hotel Peralada Wine Spa and Golf

Fimm stjörnu hótel staðsett í hjarta Alt Empordá, umkringt náttúrugörðum og stutt frá strendum Costa Brava. Á hótelinu er að finna flottan veitingastað, bar, innisundlaug, útisundlaug ásamt Wine Spa. The Wine Spa er heilsulind innblásin af vínbúgarði Peralada. Boðið er uppá fjölbreytt úrval af andlits- og líkamsmeðferðum byggt á náttúrulegum ávinningi af víni.


Peralada Golf

 • Par 71
 • 6071 metrar af gulum teig.
 • Skemmtilegur völlur fyrir byrjendur sem og lengra komna.
 • Drivinge range, upplýst á kvöldin.
 • Putt green og flatir til að æfa inná högg.
 • Einnig er 9 holu pitch and putt völlur.

Við mælum með

 • Skoðunarferð á vínekru Peralada
 • Wine spa
 • Casino Peralada
 • Figueres fallegur smábær þar sem Salvador Dali safnið er staðsett

 

Nætur

7 nætur, 9 nætur

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close