PGA Catalunya Resort

Innifalið í pakkanum

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – BCN – Keflavík.
  • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.
  • Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka við brottför.
  • Gisting á 3* eða 5* hóteli með hálfu fæði. (superior room á 5*)
  • Spa innifalið á 5* hótelinu.
  • Golfbíll
  • 6 golfhringir (3x Tour, 3x stadium)

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flokkur:

PGA Catalunya: 

Frábært golfsvæði í hæsta gæðaflokki. Svæðið hefur uppá að bjóða tvo 18 holu golfvelli sem báðir eru par 72. Vellirnir eru hannaðir af Angel Gallardo og Neil Coles. Stadium völlurinn er talinn vera einn af bestu völlum Evrópu og er völlur sem allir golfarar ættu að spila að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Völlurinn var hannaður með það í huga að halda Ryder Cup einn daginn. Glæsilegt klúbbhús með útsýni yfir fyrsta teighögg á Stadium vellinum. Tilvalið að slaka á og fá sér góðan hádegisverð eftir golfhringinn en veitingastaðurinn fær mjög góða dóma, öll þjónusta og matur er fyrsta flokks.

Svæði sem bíður upp á mikið meira en bara golf. Í boði eru tvö hótel sem bæði bjóða uppá mikið úrval af afþreyfingum fyrir gesti, t.d. hjólreiðar, hestaferðir, göngu- og menningaferðir. Einnig er gott úrval veitingastaða á svæðinu.  

 

Girona:

Í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá golfsvæðinu er borgin Girona. Borgin hefur mikla sögu og er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Meðal annars má nefna sögulegar kirkjur, falleg fljót og mörg söfn sem hægt er að skoða í borginni. Úrval veitingastaða er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

 


Hotel Camiral *****

Glæsilegt fimm stjörnu hótel. Rúmgóð og hlýleg herbergi með frábæru útsýni yfir nærliggjandi sveit. Í boði er heilsulind með gufubaði, heitum potti og tyrknesku baði og einnig eru í boði úrval af meðferðum. Góður veitingastaður, píanóbar og krá. Gönguleiðir, hjólaleiga og tennisvöllur er meðal þess sem hótelið bíður uppá.

 


Hotel Lavida ***

Flott og snyrtilegt þriggja stjörnu hótel. Hljóðlátt umhverfi og falleg náttúra allt í kring gerir ferðina ennþá notalegri. Fallegar göngu- og hjólaleiðir sem tilvalið er að fara í eftir hring dagsins. Góður veitingastaður og bar.

 


Stadium Course 

18 holu völlur þar sem tré, vötn og bönkerar gera völlinn mjög krefjandi. Völlurinn er í 1. sæti yfir bestu velli Spánar. Völlurinn er par 72  og 6104 metrar af gulum teig. Einnig er boðið uppá tee it forward teiga sem eru settir upp svo allir kylfingar óháð forgjöf geti notið sín á vellinum.

 


Tour Course

Er styttri og örlítið auðveldari en Stadium Course. Hannaður af Ángel Gallardo og Neil Coles með það í huga að völlurinn væri krefjandi og skemmtilegur fyrir byrjendur jafnt sem lengri komna. Völlurinn er par 72 og 5476 metrar af gulum teig. 

 

 

 


 

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close