Glasgow aðventuferð desember 2021
Glasgow er stærsta borg Skotlands og frábær áfangastaður til að heimsækja á aðventuni þar sem borgin er extra lífleg og litrík á þessum árstíma. Einnig er Glasgow frábær staður til að versla jólgjafirnar, gott úrval og hagstætt verðlag. Helstu verslunargöturnar Buchanan, Sauciehall og Argyle Street svo er St. Enoch verslunamiðstöðin staðsett í miðbænum og prince’s Square. Glasgow er mikil menningar borg, þeir sem hafa áhuga á listasöfnum, leikhúsum, tónleikum eða samskonar viðbuður ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en má segja að borgin sé leiðandi í þesum efnum.
Jólamarkaðir
Við St. Enoch square og George square er einn af aðal jólamörkuðunum í Glasgow. Frábært andrúmsloft og skemmtileg stemming þar sem bæði innlendir og erlendir aðilar eru með ýmislegt spennandi í boði í sínum básum. Einnig er hægt að taka hring í paríshjólinu eða skella sér á skauta á torginu. Eftir allt stússið er svo tilvalið að kíkja á þýsku pöbbana í kring og þá fjölbreyttu menningu sem svæðið hefur uppá að bjóða.
Ferðaplan
3.des flogið með Icelandair brottför kl 7:50 lent í Glasgow kl 10:10
Gist á 4* hóteli með morgunmat í 3 nætur ( Jurys Inn Glasgow)
6.des brottför frá Glasgow kl 12:30 lent í kef kl 15:00 flogið með Icelandair.