Heilsuferð 28.maí – 4.júní.
Ferð fyrir konur sem vilja rækta líkama og sál, dekra við sjálfa sig í fallegu umhverfi á fimm stjörnu hóteli í Ungverjalandi. Dvalið verður í 6 nætur á Spirit hótelinu í Sárvár og 1 nótt á 4**** hóteli í Búdapest.
Boðið er upp á 2 til 3 heilsu viðburði á dag meðan á dvöl okkar í Sárvár stendur sem verða skipulagðir af fararstjórum ferðarinnar. Blandað verður saman fjölbreyttum styrktar og þolæfingum, innan sem utandyra, s.s göngu/skokk, útipúl, hjól, jóga, teygju og slökunaræfingum. Einnig verður boðið upp á stuttar hugleiðslur og fyrirlestra um streitu, núvitund, sjálfsöryggi og sátt. Notast verður við aðstöðuna sem hótelið hefur uppá að bjóða innan sem utandyra. ATH fundur með farastjórum ca 15 dögum fyrir brottför.
Spirit hotel *****
Hótelið var opnað í mars 2008 í Sárvár sem er tæplega 16þús manna bær staðsettur rúmlega 200km suð-vestur af Búdapest . Hótelið liggur nálægt sjö vötnum Bad Sárvár. Allt vatn í laugum hótelsins kemur úr nátturulaug sem er laus við öll auka efni. Það er um 15 mínútna gangur frá hótelinu í menninguna í miðbæ Sárvár.
Spa og slökunarsvæði hótelsins er ca. 10.000 fermetrar og bíður uppá 22 sundlaugar, heita potta utan sem innandyra og margar tegundir af saunum og gufuböðum sem er mikil upplifun fyrir alla spa-unnendur. Einnig er góð líkamsræktarstöð á svæðinu sem og góð æfingaraðstaða utandyra. Beauty-salong er innan veggja hótelsins. Umhverfið allt er ævintýri útaf fyrir sig, það tekur á sig margar myndir, hannað til að gestir nái hinni fullkomnu slökun.
Morgunverðarhlaðborð hótelsins er glæsilegt þar sem hollustan er höfð í fyrirrúmi. Kvöldverðahlaðborð er í boði veitingarstaðarins Onyx.
Anna Sigurðardóttir
Melkorka Árný Kvaran
Sunna Guðmundsdóttir