Meliá Alicante 4*

Flokkur:

Hotel Meliá Alicante 4*

Frábært 4* hótel aðeins 16 km aksturfjarlægð frá flugvellinum á Alicante. Hótelið er staðsett milli  smábátahafnarinnar og Postiguet-strandarinnar, 100 metrum frá miðbæ San Juans Alicante og 500 metrum frá hinum stórbrotna Santa Barbara kastala. í miðbænum er bæði úrval verslana, veitingastaða og bara, casiou er er beint fyrir framan hótelið við smábátahöfnina. Centro Comercial Gran Vía verslunarmiðstöðin er ekki langt frá eða um 7 mínútur með leigubíl en alveg vel hægt að ganga þetta fyrir þá sem vilja. Fyrir þá sem vilja smá ævintýri þá er hægt að skella sér í dagsferð til Tabarca, vinsæll staður fyrir þá sem vilja t.d snorka í tærum sjónum við stendur eyjunar. Það tekur um 50 mínútur að sigla til Tabarca og er ferðirnar í boði frá smábátahöfnin sem er við hótelið.

Öll herbergin á Melia Alicante eru rúmgóð með útsýni yfir ströndina eða smábátahöfnina. Þau eru einnig með flatskjá með gervihnattarásum, loftkælingu, 40-tommu LED-sjónvarpi, ókeypis Wi-Fi Interneti, minibar og öryggishólf. Baðherbergin eru nútímaleg og eru með snyrtivörur og hárþurrku. ýmsar uppfærslur eru í boði, allt frá rúmgóðum fjölskylduherbergjum í lúxus svítur.

Veitingastaður hótelsins, Trasluz, sérhæfir sig í hrísgrjónaréttum og ferskum fiski. Það er einnig til staðar snarlbar við sundlaugina og glæsilegur setustofubar. Morgunverðarhlaðborðið er vel útbúið og eitt af því sem gestir Meliá eru sérstaklega ánægð með.

Við leggjum höfuðáherslu á allt sem má tengja við sport og hvers konar hreyfingu og bjóðum mikið úrval ferða því tengdu og erum í raun rétt að byrja að þróa það úrval sem við komum til með að bjóða.

Flýtileiðir

Upplýsingar

Velkomin á vef TA Sport Travel, vefurinn notar vafrakökur (e. cookies). frekari upplýsingar

The cookie settings on this website are set to "allow cookies" to give you the best browsing experience possible. If you continue to use this website without changing your cookie settings or you click "Accept" below then you are consenting to this.

Close