5 nætur í Barcelona

Flokkur:

Innifalið

 • Flug, skattar og gjöld Kef – BCN – Kef.
 • 20 kg. innrituð taska og 10 kg. handfarangur.
 • Gisting á 4* hóteli með morgunmat í 5 nætur.

Frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Lýsing

5 nætur í Barcelona

Gist er á Room Mate Anna 4* hóteli sem er frábærlega staðsett í hjarta Barcelona. Hótelið er spölkorn frá frægustu verslunargötu Barcelona, Passeig de Gracia og rétt um 100 metra fjarlægð frá hinu sögufræga Gaudi-húsi, Casa Batlló. Í næsta nágrenni við hótelið er fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða, söfn og sögufrægar byggingar. Placa de Catalunya er í 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Room Mate Anna hótelið býður upp litrík og glæsileg herbergi með öllum því helsta; wifi, flatskjá, minibar og öryggishólfi. El Prat-flugvöllurinn í Barselóna er í 13 km fjarlægð frá gististaðnum.

Morgunmatur er í boði frá kl. 7:00 – 12:00. Á hótelinu er glæsilegur „rooftop“ bar sem er þekktur fyrir fjölbreytt úrval kokteila og fallegt útsýni yfir borgina.


Við mælum með

 • Skoðunarferðir með leiðsögumanni (tekur um 2,5 klst)
  • Gothica hverfið
  • Gaudi göngutúr (helstu listaverk Gaudi í Barcelona skoðuð. Göngutúrnum lýkur við Sagrada Familia)
  • Spænska borgarastyrjöldin
 • Göngutúr um Gracia hverfið í grennd við hótelið.
 • Bunker del Carmel (gömul loftvarnastöð frá tímum borgarastyrjaldarinnar. Þaðan er einstakt útsýni yfir borgina og er það einstök upplifun að fylgjast með sólsetrinu þar)
 • Tapas gatan (bar við bar og skemmilegt andrúmsloft)
 • Tibidabo, gamall skemmtigarður á toppi hæsta fjalls Barcelona.

Frekari upplýsingar

Dagsetning

28. Mars – 2. Arpríl

Gisting

Tvíbýli