Lýsing
Lýsing
Skoðunarferð á slóðir Bítlana, Bítlasafnið og síðast en ekki síst The Hollies tónleikar!
Flogið er beint til Manchester á fimmtudagsmorgni með Icelandair og til baka á sunnudegi.
Gist er á Novotel Liverpool Centre sem er staðsett í hjarta Liverpool. Ekki skemmir fyrir að ein besta verslunarmiðstöð borgarinnar er staðsett við hliðina á hótelinu.
Lestarstöðin við Liverpool Lime Street er í göngufjarlægð frá hótelinu ásamt fjölda verslana og veitingastaða.
Hljómsveitin The Hollies var stofnuð í Manchester árið 1962 og var ein af fremstu breskum hljómsveitum sjöunda áratugarins og langt fram á þann áttunda.
Graham Nash var einn af stofnendum Hollies en sagði skilið við sveitina 1968 og stofnaði Crosby, Stills og Nash með bandaríkjamönnunum David Crosby og Stephen Stills.
Meðal þekktustu laga Hollies eru t.d. „Just One Look“ (1964), „Bus stop“ (1966), „Carrie Ann“ (1967), „Jennifer Eccles“ (1968), „He ain´t heavy, he´s my brother“ (1969) og „The air that i breathe“ (1974) svo eitthvað sé nefnt.
The Hollies var stofnuð sama ár og Rolling Stones og það eru jafn margir upprunalegir meðlimir í Hollies og eru í Rolling Stones – nefnilega tveir. Gítarleikarinn og söngvarinn Tony Hicks og trommarinn Bobby Elliot. Þeir komu með Hollies til Íslands til að spila í Háskólabíó í ársbyrjun 1966 þegar Dátar og Logar frá Vestmannaeyjum spiluðu með þeim.



Dagskrá
Dagskrá
12. október:
Farið í loftið kl. 08:00 frá Íslandi og lent í Manchester kl. 11:40. Komið upp á hótel um kl. 13. Fundur með fararstjóra. Frjáls tími.Mæting á barinn kl. 18:00
Tónleikar kl. 19:30.13. október:
Mæting á barinn kl. 11:30
Bítlasafnið kl. 12:00
Bítlatúrinn Magical Mystery Tour kl. 14:00
Frjáls tími
14. október:
Frjáls tími
15. október:
Morgunverður og kl. 09:00 lagt af stað út á flugvöll og farið í loftið kl. 13:05 frá Manchester til Íslands.
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flug
KEF – Manchester 12. október
Manchester – KEF 15. október
Gisting
Novotel Liverpool Centre****
Gist er í hjarta Liverpool en Novotel Liverpool Centre er vel staðsett hótel í göngufjarlægð við fjölda veitingastaði og verslanir, ásamt því að vera við hliðina á verslunarmiðstöðinni ONE sem er talin vera ein sú besta í Liverpool borg.
Lestarstöðin og fjöldi áhugaverðra kennileita er einnig í nálægð við hótelið.
Liverpool John Lennon Airport er í um 20km fjarlægð frá hótelinu.





Innifalið
- Flug, skattar og gjöld Keflavík – Manchester – Keflavík
- 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur sem kemst undir sætið
- Rúta til og frá flugvelli
- Gisting og morgunmatur á 4 stjörnu hóteli
- Bítlatúr og bítlasafnið með akstri og íslenskri fararstjórn
- Tónleikamiðar á The Hollies
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is