Skoðunarferð, jólakvöldmáltíð og sælkeraferð á jólamarkaði. Njóttu þess að versla jólagjafirnar og komdu þér í jólaskap í leiðinni á þýskum jólamörkuðum í Berlín yfir aðventuna!
28. nóvember – 1. desember
Verð frá 168.800 kr. á mann í tvíbýli
168.800 kr. – 198.800 kr.
Flogið er beint til Berlínar með Play á fimmtudegi og aftur heim á sunnudegi.
Gist er á 4* stjörnu hóteli á góðum stað í Berlín, stutt frá öllum helstu verslunum og veitingastöðum. Morgunmatur er innifalinn.
Farið verður í skoðunarferð með Berlínum, Jólakvöldmáltíð (hefðbundinn þýskur jólamatur) ásamt sælkeraferð þar sem m.a. er farið á jólamarkaði með alls kyns smakki.
Við mælum með að skoða Alexanderplatz ef fólk er í verslunarhugleiðingum, Minningavarðann um Gyðingana, Brandenborgarhliðið og að ógleymdum minningavarða um fallna Berlínarmúrinn.
Berlín er höfuðborg Þýskalands og stærsta borg landsins. Það er alveg hægt að segja að borgin hafi eitthvað fyrir alla enda gífurlega fjölbreytt, skemmtileg og lífleg alla daga ársins. Tilvalin fyrir þá sem vilja ríkulega menningu í mat og drykk, árhrifa mikla sögu og fallegar byggingar. Verðlagið í borgin er með því besta sem býðst en borgin er ódýrasta höfuðborg í hinum vestræna heimi og hefur gífurlega mikið úrval verslana, allt frá flottustu merkjunum yfir í 5 hæða secondhand (spootnik) búðir. Borginni er skipt í mörg hverfi og innan hvers og eins er í raun miðbær með tilheyrandi torgum og lífi og góður bar sjaldan meira en 5 mínútum frá.
Í Berlín er fjöldin allur af jólamörkuðum og munt þú finna nostalgíska jólamarkaði sem og nútímalega með hringekjum ofl. Helstu jólamarkaðirnir í Berlín eru Gendarmenmarkt, Alexanderplatz Christmas Market, Winter World om Potsdamer Platz, Spandau Christmas Market, Charlottenburg Palace Market og Lucia Christmas Market.
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is
KEF – BER – KEF
28. nóvember – 06:00
1. desember – 11:30
Þetta 4 stjörnu úrvalshótel býður upp á 3 veitingastaði og heilsulind. Það er hæsta hótel Berlínar og er staðsett beint við Alexanderplatz-torgið.
Öll herbergin og svíturnar á Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz eru með marmaralögð baðherbergi með kraftsturtu og hita í gólfi.
Máltíðir og drykkir eru í boði á Spagos Bar&Lounge. Á heilsulind Park Inn er að finna gufubað, líkamsrækt og nuddþjónustu. Gestir geta einnig slappað af á veröndinni á efstu hæðinni, en þaðan er frábært útsýni yfir miðborg Berlínar.
The Park Inn by Radisson er á móti Alexanderplatz-stöðinni, sem býður upp á strætó-, sporvagna-, neðanjarðar- og S-Bahn- járnbrautatengingar við alla hluta Berlínar. Safnasvæðið Museum Island og hið líflega svæði Hackescher Markt eru í 10 mínútna göngufjarlægð.
*fer eftir stærð hópsins hvort það er með rútu eða almenningssamgöngum.