Upplifðu Dublin eins og hún gerist best!
5. desember – 8. desember
Verð frá 104.800 kr á mann m.v. 2 fullorðna saman.
104.800 kr. – 154.800 kr.
Flogið er beint til Dublin með Play snemma á fimmtudegi og aftur heim snemma á sunnudegi.
Innifalið í verði er flug, innritaður farangur báðar leiðir og 4* hótelgisting með morgunmat. Hótelið er í göngufæri við helstu kennileiti í Dublin sem og helstu verslanir og veitingastaði borgarinnar.
Dublin er höfuðborg Írlands og á sér einstaklega merkilega sögu sem og umhverfi sem fangar athygli allra þeirra sem heimsækja borgina. Njóttu þess að skoða stórfenglegar byggingar, heimsækja brugghús og kynnast menningu Írlands eins og hún gerist best með einn ískaldann Guinness bjór við hönd að hætti heimamanna.
KEF – DUBLIN – KEF
5. desember – 07:00
8. desember – 11:00
Maldron Hotel Parnell Square****
Maldron Hotel Parnell Square er staðsett í miðbæ Dubin, í 2 mínútna göngufjarlægð frá vinsæla strætinu O’Connell og í aðeins 14 mínútna göngufjarlægð frá líflega hverfinu Temple Bar. Kastalinn í Dublin, Grafton-stræti og Trinity-háskólinn eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð.
Gestum er boðið upp á loftkæld herbergi með sérbaðherbergi, ókeypis WiFi, straujárni/buxnapressu, sjónvarpi, skrifborði og te-/kaffiaðbúnaði.
Stir Café & Bar framreiðir morgunverðarhlaðborð, à la carte-matseðil með úrvali af evrópskum og írskum réttum ásamt úrvali af nýlöguðu kaffi og fínum vínum. Einnig er hægt að panta pítsur og taka þær með upp á herbergin.
Flug, skattar og gjöld Keflavík – Dublin – Keflavík
20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur sem kemst undir sætið
Gisting á 4 stjörnu hóteli með morgunmat
Gistináttaskattur er ekki innifalinn.