Frábær verð í tilefni að því að TA SPORT verður 10 ára á árinu 2025!
Svæði sem býður upp á mikið meira en bara golf. Í boði eru tvö hótel sem bæði bjóða uppá mikið úrval af afþreyingum fyrir gesti t.d. hjólreiðar, hestaferðir, göngu- og menningaferðir. Einnig er gott úrval veitingastaða á svæðinu.
Mars – maí 2025
Verð frá 279.800 kr. á mann í tvíbýli
289.800 kr. – 384.800 kr.
Frábært golfsvæði í hæsta gæðaflokki. Svæðið hefur uppá að bjóða tvo 18 holu golfvelli sem báðir eru par 72, Stadium og Tour. Vellirnir eru hannaðir af Angel Gallardo og Neil Coles. Stadium völlurinn er talinn vera einn af bestu völlum Evrópu og er völlur sem allir golfarar ættu að spila að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni. Völlurinn var hannaður með það í huga að halda Ryder Cup einn daginn. Glæsilegt klúbbhús með útsýni yfir fyrsta teighögg á Stadium vellinum þar sem tilvalið er að slaka á og fá sér góðan hádegisverð eftir golfhring en veitingastaðurinn fær mjög góða dóma og er öll þjónusta og matur fyrsta flokks.
Tré, vötn og bönkerar gera Stadium völlinn mjög krefjandi en skemmtilegan. Völlurinn er í 1. sæti yfir bestu velli Spánar og er 6104 metrar af gulum teig. Einnig í boði tee it forward teigar sem eru settir upp svo allir kylfingar óháð forgjöf geti notið sín á vellinum. Tour völlurinn er styttri og örlítið auðveldari en Stadium Course völlurinn. Hannaður með það í huga að völlurinn væri krefjandi og skemmtilegur fyrir byrjendur jafnt sem lengri komna. Völlurinn er 5476 metrar af gulum teig.
Flogið er á El Prat flugvöll í Barcelona.
CAMIRAL*****
Glæsilegt fimm stjörnu hótel. Rúmgóð og hlýleg herbergi með frábæru útsýni yfir golfsvæðið og nærliggjandi sveit. Í boði er spa með gufubaði, heitum potti og tyrknesku baði og einnig eru í boði úrval af meðferðum. Góður veitingastaður, píanóbar og krá. Gönguleiðir, hjólaleiga og tennisvöllur er meðal afþreyingar sem hótelið býður uppá.
LA VIDA****
Flott og snyrtilegt fjögra stjörnu hótel. Hljóðlátt umhverfi og falleg náttúra allt í kring gerir ferðina ennþá notalegri. Fallegar göngu- og hjólaleiðir sem tilvalið er að fara í eftir hring dagsins. Góður veitingastaður og bar.
Í aðeins 10 mínútna akstursfjarlægð frá golfsvæðinu er borgin Girona. Borgin hefur mikla sögu og er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Meðal annars má nefna sögulegar kirkjur, falleg fljót og mörg söfn sem hægt er að skoða í borginni. Úrval veitingastaða er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
*Golfbílar á Tour vellinum ekki innifaldir.
*Flutningur reiknast aukalega frá flugvelli eftir stærð hópa.
Gistináttaskattur ekki innifalinn.