Berlín aðventuferð 2023

98.800 kr. 118.900 kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Njóttu þess að versla jólagjafirnar og komdu þér í jólaskap í leiðinni á þýskum jólamörkuðum í Berlín yfir aðventuna!

1.- 4. desember 2023


Lýsing

Lýsing

Flogið er beint til Berlínar með Play á föstudegi og aftur heim á mánudegi.

Gist er á 4* stjörnu hóteli á góðum stað í Berlín, stutt frá öllum helstu verslunum og veitingastöðum. Morgunmatur er innifalinn.

Við mælum með að skoða Alexanderplatz ef fólk er í verslunarhugleiðingum, Minningavarðann um Gyðingana, Brandenborgarhliðið og að ógleymdum minningavarða um fallna Berlínarmúrinn.

Berlín aðventuferð 2023
Berlín aðventuferð 2023

Berlín er höfuðborg Þýskalands og stærsta borg landsins. Það er alveg hægt að segja að borgin hafi eitthvað fyrir alla enda gífurlega fjölbreytt, skemmtileg og lífleg alla daga ársins. Tilvalin fyrir þá sem vilja ríkulega menningu í mat og drykk, árhrifa mikla sögu og fallegar byggingar. Verðlagið í borgin er með því besta sem býðst en borgin er ódýrasta höfuðborg í hinum vestræna heimi og hefur gífurlega mikið úrval verslana, allt frá flottustu merkjunum yfir í 5 hæða secondhand (spootnik) búðir. Borginni er skipt í mörg hverfi og innan hvers og eins er í raun miðbær með tilheyrandi torgum og lífi og góður bar sjaldan meira en 5 mínútum frá.

Í Berlín er fjöldin allur af jólamörkuðum og munt þú finna nostalgíska jólamarkaði sem og nútímalega með hringekjum ofl. Helstu jólamarkaðirnir í Berlín eru Gendarmenmarkt, Alexanderplatz Christmas Market, Winter World om Potsdamer Platz, Spandau Christmas Market, Charlottenburg Palace Market og Lucia Christmas Market.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flug

FLUG

KEF – BER – KEF
1. desember  – 06:00
4. desember – 11:30

Gisting

GISTING

Mercure Hotel Berlin City****

4 stjörnu hótel í hjarta Berlínar, nánar tiltekið í Mitte hverfinu. Hótelið er í göngufjarlægð frá mörgu af því besta sem Berlín hefur uppá að bjóða, meðal annars minnisvarðinn um Berlínarmúrinn, aðallestarstöð Berlínar, Alexanderplatz, Branderburger hliðið og minnisvarði gyðinganna.

Á hótelinu má finna bar, veitingastað, bílastæði, herbergisþjónustu og aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól.

Brandenburg flugvöllurinn er staðsettur í um 29km fjarlægð frá hótelinu.

Innifalið

INNIFALIÐ

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Berlín – Keflavík
  • 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur sem kemst undir sætið
  • Gisting á 4 stjörnu hóteli
  • Morgunmatur

Gistináttaskattur er ekki innifalinn.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Afþreying

AFÞREYING

Jólamarkaðir í Berlín