Club De Golf Llavaneras
Spánn
Barcelona

 

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

LÝSING

Club de Golf Llavaneras

Golfklúbburinn var stofnaður árið 1945 og er staðsettur á Maresme svæðinu u.þ.b. 30 km frá Barcelona. Svæði sem hefur fallegt umhverfi með frábært útsýni yfir hafið, þar sem fullkomið er að njóta golfsins og fínnar matargerðar. Gott æfingasvæði þar sem golfari getur bætt sveifluna, á æfingasvæðinu eru flatir til að slá inná, bunker og púttsvæði.

Gestir hafa aðgang að fínu klúbbhúsi þar sem m.a. er að finna veitingastað, bar og búningsherbergi. Veitingastaðurinn er þekktur fyrir góðan mat ásamt því að veita góða þjónustu.

Mataró

Staðsett í hjarta Maresme finnum við fallega strandbæinn Mataró. Bærinn hefur mikla og ríka sögu sem fer aftur til rómverska tíma. Stór smábátahöfn, strendur og sögulegar byggingar eru helstu einkenni bæjarins.

Hótelið

Hótel Atenea Port er flott 4 stjörnu hótel og er staðsett við stöndina í bænum Mataró. Gestir hafa aðgang að góðum veitingastað, bar og cocktail bar en hótelið fær sérstaklega góða dóma fyrir cocktailana sína. Hótelið hefur útisundlaug og einnig er að finna gott spa með sundlaug, gufubaði, nudd svæði og líkamsrækt.

Club de Golf Llavaneras

Llavaneras er 18 holu krefjandi golfvöllur með þröngum en vel skipulögðum brautum. Par 70 og 5.028 metrar af gulum teig. Völlurinn hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum, þar sem völlurinn er ekki langur reynir hann á margar kylfur í pokanum. Golfvöllurinn er hannaður af F.W. Hawtree.

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband