Combó í Póllandi

Flokkur:

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld. Keflavík – Gdansk – Keflavík.
  • Flutningur á golfsetti, 20kg, 10kg. handfarangur og bakpoki.
  • Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka við brottför.
  • Akstur milli Sierra og Sand Valley.
  • Gisting með hálfu fæði.
  • Ótakmarkað golf.
  • Golfbíll fyrstu 18 holur per dag.
  • Æfingarboltar.
  • Íslensk fararstjórn.

Flogið út þri, fim og laugardaga. Hafa samband og við setjum upp pakka fyrir þig.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Lýsing

Ferðaupplýsingar

Það er flogið 3 í viku i beinu flugi til Gdansk þriðjudaga, fimmtudaga  og laugardaga. Til að bóka combó pakka hjá okkar þarf að velja sér dagsetningu og lengd ferðar og senda tölvupóst á info@tasport.is eða hringja í sima 552-2018. Það er í boði að velja á milli 7, 9, 11 og 14 nátta ferða þar sem skipting á milli svæði fer eftir því hvað hver og einn vill. Þessar ferðir henta hópum sem er að minnsta kosti 4 saman þar sem gisting á Sand Valley er í villum við völlinn sem eru fyrir 4 – 12 manns.


Sierra Golf

Fallegt golfsvæði staðsett í stórkostlegu umhverfi með hágæða 18 holu golfvelli um 50 mínútum frá flugvellinum í Gdansk. Völlurinn sem er par 72, krefjandi en ekki sérstaklega langur eða 5623metrar af gulum. Högg lengri kylfingar geta leikið af hvítum teig sem er 6115 metrar.  Eitt af aðalsmerkjum Sierra Golf er hversu vel völlurinn og allt umhverfið er hirt og snyrtilegt. Gróður er einstaklega fallegur bæði á vori sem og hausti. Á svæðinu er frábært æfingarsvæði, 9 holu æfingarvöllur par 3, driving range með 26 stæðum sem eru yfirbyggð og allt sem þú þarft til að bæta stutta spilið.


Sand Valley Golf

Fallegt golfsvæði staðsett í sveitasælunni um 40 mínútum frá Gdansk. Á svæðinu er 18 holu hágæða golfvöllur sem og 6 holu par 3 völlur, driving range með 20 yfirbyggð stæðum og puttsvæði. Völlurinn er 5945 metrar af gulum teig og par 73. Links skipurlag vallarins býður upp á  breiðar brautar og krefjandi flatir. 18 eftirminnilegar holur sem allir hafa sína sögu að segja.

– Rated by Golf World as TOP 100 Course in Europe.
– Home for the Lotos Polish Open of 2013 and 2014.
– Nr.1 golf course in Poland 2018.