Copa Catalunya

Flokkur:

 Innifalið

  • Flug Kef – BCN – Kef, (20kg. taska og 10kg. handfarangur)
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • Akstur til og frá mótsvæði.
  • Gisting á 3* hóteli.
  • Fullt fæði (morgun, hádegi og kvöld vatn innifalið).

Annað sem er í boði: Gerum verðtilboð fyrir foreldra sem hafa áhuga að fara með án þess að vera í mótspakkanum.

Nánar í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Lýsing

Copa Catalunya

Fer fram á stóru íþróttasvæði rétt fyrir utan ströndina í Blanes sem er um 1 klst og  10 mínútur frá Barcelona. Á svæðinu eru 14 grasvellir, ýmis önnur aðstaða (búningsherbergi, bílastæði, skyndihjálp) og kaffibar. Yfir svæðinu eru svalir sem gefur stuðningsmönnum gott útsýni yfir vellina. Mótið er bæði fyrir stráka og stelpur hjá stelpunum er keppt í 4.flokki og 3.flokki  en hjá strákunum er keppt í 4.flokki, 3.flokki og 2.flokki.

 

Laugardagur

Komudagur  fyrir hópa sem dvelja í 7 nætur: innritun og starfsmaður mótsins upplýsir hópinn um skipurlagið og mótið.

 

Sunnudagur

Strönd og sól.

 

Mánudagur

Liðsfundur: Móttaka skipulögð af skipuleggjendum fyrir liðsstjórana. Þú færð upplýsingar um dagskrána og mótið og skipulagsliðið kynnir sig.

 

Þriðjudagur

Dagur

Upphaf leikjaprógrammsins. Mótið verður haldið á svæði með 15 grasvöllum skammt frá Blanes. Dómarar frá Katalónska knattspyrnusambandinu sjá um dómgæslu.

Kvöld

Opnunarhátíð á íþróttavellinum í Blanes, með sýningu, þjóðsöngvum, fánagöngum og flugeldum.

 

Miðvikudagur

Morgunn

Riðlakeppni samkvæmt mótaáætlun.

Morgun eða síðdegis

Frítími. Valfrjálst: Costa Brava bátsferð; Santa Susanna <> Tossa de Mar.

 

Fimmtudagur

Morgunn

Riðlakeppni og milliriðlar í samræmi við áætlun mótsins

Frá kl 12:00

Frítími. Valfrjálst: Heimsókn á Camp Nou leikvanginn og Barcelona

 

Föstudagur

Dagur

Framhald leikjaáætlunarinnar. Undankeppni og úrslit í kjölfarið og verðlaunaafhending í íþróttagarðinum.

Síðdegis

UEFA athöfn og verðlaunafhending: hver þátttakandi fær verðlaun á verðlaunapalli.

 

Laugardagur

Heimferð

Hópurinn tékkar sig út og farið til Barcelona í verslunarmiðstöð og þaðan út á flugvöll.