Untitled design (8)
Dolce CampoReal Golf
Golfferð
Portúgal
Lissabon
5

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Vor 2025 – Hafið samband fyrir frekari upplýsingar!

LÝSING

Þessi fallegi golfvöllur er par 72, 18 holu golfvöllur sem nær yfir dalinn Serra do Socorro og Archeira, á Oeste svæðinu.

Svæðið var tilnefnd sem einn af 100 sjálfbærustu áfangastöðum heims árið 2015. Golfvöllurinn var opnaður árið 2005 en hann er byggður á landi sem áður var notað af portúgölsku konungsfjölskyldunni sem veiðisvæði, en hótelið dregur nafn sitt af veiðilendum konungs.

Golfvöllurinn er virkilega skemmtilegur og hentugur fyrir alla getu leikmanna. Hann liggur í djúpum dal þar sem vínekrur teygja sig til allra átta. Nýlega fékk Dolce Campo Real Lissabon, sem er fimm stjörnu hótel, Brand Awards sem besta golfsvæðið í Portúgal hjá Brand Magazine.

Gott æfingasvæði, tveir púttvellir og einstakt klúbbhús með þægilegri setustofu. Samkvæmt leadingcourse.com fær Dolce Campo Real golf & Spa hæstu einkunn fyrir gistingu sem og golfvöll. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu.

„Þvílíkur völlur, allar holur eru fallegar en hola 17 algjörlega mögnuð. Par 5 með fallegu útsýni yfir svæðið frá flötinni. Við höfum spilað þennan golfvöll núna í viku og við verðum bara hrifnari af þessum einstaka golfvelli. Dvöl okkar á Dolce Campo Real Lissabon hótelinu var algjörlega einstök, mjög vinsamleg fólk sem vildi allt fyrir mann gera. Kem 100% hingað aftur“ – Mark Group

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband