Dublin,,Ireland.,Night,View,Of,Famous,Illuminated,Ha,Penny,Bridge
Dublin tónlistarferð með Óla Palla 2024
Borgarferð
Írland
Dublin
4

Vorið í Dublin, pöbbarölt, úrval verslana, gönguferð á söguslóðir U2, rokksafn og síðast en ekki síst tónleikar með hinum frábæra Richard Hawley, sem er margverðlaunaður tónlistarmaður frá Sheffield!

Leiðsögumaður er enginn annar en Óli Palli, einn ástsælasti útvarpsmaður þjóðarinnar!

Flogið er beint til Dublin með Play snemma á fimmtudegi og aftur heim í hádeginu á sunnudegi.

23. maí – 26. maí 2024

Verð frá 168.800 kr á mann m.v. 2 fullorðna saman.

Verð

168.800 kr.229.800 kr.

LÝSING

Flogið er beint til Dublin með Play snemma á fimmtudegi og aftur heim í hádeginu á sunnudeginum.

Innifalið í verði er flug, innritaður farangur báðar leiðir, akstur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn, tónleikamiðar á Richard Hawley, aðgöngumiði á Rokksafnið, U2 skoðunarferð með hressingu  og 4* hótelgisting með morgunmat. Hótelið er í göngufæri við helstu kennileiti í Dublin sem og helstu verslanir og veitingastaði borgarinnar.

Dublin er höfuðborg Írlands og á sér einstaklega merkilega sögu sem og umhverfi sem fangar athygli allra þeirra sem heimsækja borgina. Njóttu þess að skoða stórfenglegar byggingar, heimsækja brugghús og kynnast menningu Írlands eins og hún gerist best með einn ískaldann Guinness bjór við hönd að hætti heimamanna.

Richard Hawley er elskaður og dáður tónlistarmaður sem margir þekkja, en alls ekki allir.

Hann er fæddur í Sheffield árið 1967 og var á Brit-Pop tímanum (90’s) í hljómsveit sem hét The Longpigs og átti talsverðum vinsældum að fagna víða um Evrópu en þó aðallega heima á Bretlandseyjum.

Eftir að Longpigs lagði upp laupana gekk Hawley til liðs við Jarvis Cocker vin sinn í hljómsveitinni Pulp og spilaði með þeim í nokkur ár.

Hann túraði með ýmsum öðrum líka sem gítarleikari (Nancy Sinatra, Lisa Marie Presley, All Saints ofl) og stjórnaði upptökum á plötum með mörgum.

En svo byrjaði hann að gefa út sólóplötur og sló í gegn með sínum einstaka stíl og fallegu rödd. Hann hefur tvisvar verið tilnefndur til Mercury verðlaunanna eftirsóttu í Bretlandi og einn til Brit verðlaunanna.

Hann hefur komið fram sem gestur á plötum með t.d. Arctic Monkeys, Manic Street Preachers, Elbow, Duane Eddy og Paul Weller.

Hann hefur gefið út 8 stórar plötur og hann söng lokalagið í fimmtu seríu á Peaky Blinders, lagið ballad of a thin man eftir Bob Dylan.

Það eru eflaust margir spenntir fyrir vorferð til Dublin, sjá Richard Hawley í 3Olympia leikhúsinu sem tekur 1300 manns í sæti, U2 göngu um Dublin með leiðsögumanni og kíkja á rokksafnið og heyra allt um Sinéad O´connor, Van Morrison, Thin Lizzy, Rory Gallagher og auðvitað – U2.

Fararstjóri er útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson.

Tónleikahúsið:
https://www.3olympia.ie/

 

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband