Lýsing
4 nátta ferð á Elton John 20.-24. maí í Barcelona!
Elton John er þessa stundina á ferð og flugi út um allan heim með Farewell Yellow Brick Road tourinn. Þetta er síðasta tónleikaferðalagið hjá Elton og má búast við að nú verði öllu tjaldað til. Hann verður í Palau Sant Jordi tónleikahöllinni í Barcelona mánudaginn 22. maí og við ætlum að vera þar með ykkur.
Auk tónleikanna þá mælum við með að nýta tímann til að upplifa Barcelona. Íslensk fararstjórn verður til taks fyrir hópinn úti og mun hjálpa fólki að skipuleggja skoðunarferðir benda á áhugaverða staði til skoða og veitingastaði sem við mælum með að prófa.
Við mælum með
- Skoðunarferðir með leiðsögumanni (tekur um 2,5 klst)
- Gothica hverfið
- Gaudi göngutúr (helstu listaverk Gaudi í Barcelona skoðuð. Göngutúrnum lýkur við Sagrada Familia)
- Spænska borgarastyrjöldin
- Göngutúr um Gracia hverfið í grennd við hótelið.
- Bunker del Carmel (gömul loftvarnastöð frá tímum borgarastyrjaldarinnar. Þaðan er einstakt útsýni yfir borgina og er það einstök upplifun að fylgjast með sólsetrinu þar)
- Tapas gatan (bar við bar og skemmilegt andrúmsloft)
- Tibidabo, gamall skemmtigarður á toppi hæsta fjalls Barcelona.
- Fyrsta sunnudaginn í hverjum mánuði er frítt á flest söfn í borginni.
Mánudagurinn 22. maí
Hópurinn hittist á hótelbarnum kl 18:00 þar er hægt að fá sér 1-2 drykki áður en lagt er af stað á tónleikana kl 19:00. Elton sjálfur stígur svo á svið kl 21:00.
Palau Sant Jordi tónleikahöllin er frábær tónleikastaður sem tekur um 15.000 þúsund gesti.
Room Mate Anna 4*
Frábær staðsetning í hjarta Barcelona. Hótelið er spölkorn frá frægustu verslunargötu Barcelona Passeig de Gracia og rétt um 100 metra fjarlægð frá hinu sögufræga Gaudi-húsi, Casa Batlló. Í næsta nágrenni við hótelið er fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða, söfn og sögufrægar byggingar. Placa de Catalunya er í 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Room Mate Anna hótelið býður upp litrík og glæsileg herbergi með öllum því helsta; wifi, flatskjá, minibar og öryggishólfi. El Prat-flugvöllurinn í Barselóna er í 13 km fjarlægð frá gististaðnum.
Morgunmatur er í boði frá kl. 7:00 – 12:00. Á hótelinu er glæsilegur „rooftop“ bar sem er þekktur fyrir fjölbreytt úrval kokteila og fallegt útsýni yfir borgina. Tilvalinn staður til að hita vel upp fyrir tónleikana.