EM í handbolta í München 2024

180.800 kr. 235.800 kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

12. – 17. janúar 2024 

Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi:
12. jan Ísland – Serbía
14. jan Ísland – Svartfjallaland
16. jan Ísland – Ungverjaland


Lýsing

Lýsing

Lýsing

Flug og gisting í München þar sem EM í handbolta fer fram!

12. – 17. janúar 2024 

Flogið er beint til München á föstudegi og aftur heim á þriðjudegi.

Innifalið í verði er flug, innritaður farangur báðar leiðir og 4 stjörnu hótelgisting í miðbæ München með morgunmat.

Verð frá 180.800 kr á mann m.v. 2 fullorðna saman.

Ath. miðar á leikina eru ekki innifaldnir í verði og fer sala á miðum einungis fram í gegnum mótshaldara. Hér er hægt að nálgast miða á leikina: https://www.eventim.de/en/promotion/mens-ehf-euro-2024-mun-c-team-a-121559/?affiliate=HB4

Hægt er að setja kóðann EURO-ISL í Promotion code hólfið og þá birtast þau sæti sem frátekin eru fyrir stuðningfólk Íslands.

Skoðunarferðir í boði:

13. janúar kl. 10:00
Í hjarta München; 2-2 ½ klst gönguferð. Ferðin hefst við hina gylltu Maríusúlu á Marienplatz, aðaltorgi borgarinnar, en þaðan er gengið um miðbæinn og helstu kennileiti hans skoðuð. Hoppað verður á milli tímabila eftir því sem gengið er á milli auk þess sem sagt verður frá daglegu lífi þessarar „nyrstu borgar Ítalíu.“ Gönguleiðin liggur um torg, breiðar og mjóar hliðargötur, blómagarða og ýmsa króka og kima sem fáir vita af.
Verð: 50€ á mann

15. janúar kl. 10:00
Í maga München; Um 4 klst sælkeraferð. Ferðin hefst við hina gylltu Maríusúlu á Marienplatz, aðaltorgi borgarinnar, en þaðan liggur leiðin að Viktualienmarkt, hinum sögufræga matarmarkaði borgarinnar en rekja má rætur hans til ársins 1158. Markaðurinn er þræddur og boðið verður upp á alls kyns kræsingar og drykki sem Berlínur hafa valið úr framboðinu. Ferðinni lýkur í einni elstu byggingu bæjarins, falinni perlu sem fáir vita af, þar sem gestum gefst kostur á að væta kverkar sínar enn frekar.
Verð: 100€ á mann (allt smakk innifalið)

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flug

Flug

KEF – München – KEF
12. janúar kl. 09:00
17. janúar kl. 10:00

Gisting

Gisting

Hotel München City Center****

Þetta 4 stjörnu hótel er í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá aðallestarstöð München og októberfest-svæðinu.

Hotel München City Center býður upp á ókeypis gufubað, líkamsræktarstöð, bar og setustofu. Öll herbergin á Hotel München City Center eru með sjónvarpi, skrifborði og hárþurrku. Ótakmarkað ókeypis WiFi er á hótelinu.

Theresienwiese-neðanjarðarlestarstöðin er í 3 mínútna göngufjarlægð frá Hotel München City Center. Nærliggjandi lestarstöð veitir skjótar tengingar við Marienplatz og um alla borgina.

Hótelið er í um 30 mínútna fjarlægð með lest frá höllinni þar sem leikirnir fara fram og í um 12 mínútur með bíl.

Innifalið

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – München – Keflavík
  • 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur sem kemst undir sætið
  • Gisting og morgunmatur á 4 stjörnu hóteli

Gistináttaskattur er ekki innifalinn

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Afþreying

AFÞREYING