Empordá Golf / Peralada Golf 9 nætur

Flokkur:

Innifalið:

 • Flug, skattar og gjöld Keflavík – BCN – Keflavík.
 • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.
 • Akstur til og frá flugvelli og milli golfsvæða.
 • Gisting 4*(Empordá) og 5*(Peralada).
 • Hálft fæði.
 • Skoðunaferð á vínekru með vínsmökkun.
 • 1x kvöldmáltíð á Castell Peralada Restaurant. (tasting menu)
 • 1x aðgangur í Casino Peralada.
 • Ótakmarkað golf (Empordá m/golfbíl).
 • 18 holur per dag (Peralada m/kerru).
 • Æfingaboltar.
 • Íslensk farastjórn.

Frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Lýsing

Ferðalýsing

9 nátta golfferð til Spánar 2 – 11. maí, tvö golfsvæði og þrír 18 holur golfvellir á Costa Brava ströndina norðan við Barcelona. Flogið út með Norwegian Laugardaginn 2. maí, rúta frá flugvellinum á Peralada svæðið tekur um 90 mín.

3. maí rástímar frá kl 13:00 spilað 18 holur. kvöldmatur á  Castell Peralada, staðurinn fékk nýlega Michelin stjörnu.

4. maí 18 holur rástímar frá kl 8:30, eftir hádegi skoðunarferð á vínekru Perlada með vínsmökkun

5. maí 18 holur rástímar frá kl 8:30, ef áhugi er fyrir meira en 18 holum þennan dag þá er hægt að bóka sér rástíma eftir hádegi á staðnum. Í boði Casino Peralada(1x aðgangur innifalin), eina spilavítið í heiminum sem er staðsett í kastala frá miðöldum það einnig er hægt að njóta tónlistar í kastalanum.

6. maí 18 holur rástímar frá kl 8:30 og færum okkur svo yfir á Empordá svæðið, aksturinn tekur um 45 – 50 mínútur.

7 – 10, maí golf og aftur golf 4 dagar af ótakmörkuðu golfi með golfbíl. Tveir frábærir golfvellir Links og Forest. Eftir sláttinn er tilvalið að slappa af og skella sér í spaið sem er að sjálfsögðu innifalið.

11. maí brottför frá Empordá kl 14:30. Golf á brottfaradegi er möguleiki en það er ekki innifalið í verði.

Peralada Wine Spa and  Golf    

Peralada Resort er staðsett í hjarta Alt Empordà í norður Katalóníu. Svæðið er byggt út frá glæsilegum kastala frá 14. öld. Inn í kastalanum er Casoni Peralada eina spilavítið í heiminum sem er staðsett í kastala frá miðöldum. Einnig er hægt að njóta tónlistar og matar en í kastalanum er veitingastaðurinn Castell Peralada Restaurant sem sérhæfir sig í Katalónískum- og Miðjarðarhafsréttum, staðurinn fékk nýlega Michelin stjörnu. Fyrir utan kastalann er veitingastaðurinn El Grill del Celler, veitingastaður með fjöbreyttan grill matseðil.

Svæðið býður upp á fimm stjörnu hótel, wine spa, 18 holu golfvöll, 9 holu pitch and putt auk þess sem það hefur sinn eigin vínbúgarð sem er alþjóðlega þekktur fyrir vín sitt.

Peralada Golf

Skemmtilegur völlur fyrir byrjendur sem og lengra komna. Völlurinn er par 71 og 6071 metrar af gulum teigum. Einnig er í boðir 9 holu pitch and putt par 3 völlur, driving range sem er upplýst á kvöldin og flatir til að æfa putt og inná högg.

Hotel Peralada

Fimm stjörnu hótel staðsett í hjarta Alt Empordá, umkringt náttúrugörðum og stutt frá strendum Costa Brava. Á hotelinu er að finna flottan veitingastað, bar, innisundlaug, útisundlaug ásamt Wine Spa. The Wine Spa er heilsulind innblásin af vínbúgarði Peralada. Boðið er uppá fjölbreytt úrval af andlits- og líkamsmeðferðum byggt á náttúrulegum ávinningi af víni.

Empordá Golf

Frábært golfsvæði við strendur Costa Brava sem býður upp á tvo 18 holu golfvelli: links og skógarvöll. Staðsett um 1 klst og 40 mín frá flugvellinum í Barcelona. Emporda Golf hefur verið valinn einn af 10 bestu á Spáni og er viðurkenndur af hinni virtu „Peugeot guide“ sem einn af 1000 bestu golfvöllum heimsins. Bandaríska tímaritið „Golf World“ telur okkur vera eitt besta svæðið á Spáni, auk þess að vera 3. besta á Norður-Spáni. Fallegt og rólegt umhverfi heillar marga við Empordá svæðið en fyrir þá sem vilja þá ekki langt í úrval veitingastaða og meira líf í Girona sem er í 30 mínútna aksturfjarlægð.

Girona

Borgin hefur mikla sögu og er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Meðal annars má nefna sögulegar kirkjur, falleg fljót og mörg söfn sem hægt er að skoða í borginni. Úrval veitingastaða er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Double Tree Hilton 4*

Staðsett á milli golfvallana er Double Tree Hilton hotel og spa með 87 herbergjum með fallegu útsýni yfir svæðið. Byggt 2006, hótelið er kennileiti á Costa Brava fyrir golfáhugamenn einnig er spa hótelsins innifalið fyrir gesti þar sem hægt er slappa af og njóta eftir átök dagsins.

Vellirnir

36 holur sem skiptast í tvo 18 holu golfvelli: Links og Forest hannaðir af Robert Von Hagge. Einkenni links hlutans á Empordá eru vötn, sandöldur og stórar glompur. Lengd vallarins er krefjandi en hann er rúmlega 6700m af gulum teigum. Forest völlurinn er meira staðsetningar golf og reynir á margar kylfur í pokanum. Þéttur skógur setur mikin svip á völlinn sem er par 72 og rúmlega 6100m af gulum teigum.

Play De Aro

Ef gestir vilja komast í búðir eða næturlíf þá er Play De Aro í 20 mín aksturfjarlægð og hefur svæðið úrval búða og er opið alla daga vikunar.

L’Estartit / Torroella

Þessir tveir bæir eru í 7-10 mínútna fjarlægð frá Hótelinu með leigubíl. Hægt er að finna bæði bari og góða veitingarstaði þar . Mælum við sérstaklega með Gelatone Giardinetto ítalskur veitingarstaður í L’Estartit.