Gniewino Sport handbolti/Karfa

Innifalið

  • Flug, skattar Kef – Gdansk – Kef.
  • 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur.
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • 4* gisting.
  • Fullt fæði (matseðill í samráði við þjálfara).
  • Vatn á æfingum.
  • Spa.
  • Nuddherbergi.
  • Gym.

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn í síma 552-2018 eða info@tasport.is.

Lýsing

Gniewino Sport

Staðsett í norður Póllandi 1.klst frá flugvellinum í Gdansk er Gniewino sport, æfingarsvæði í hæsta gæðaflokki. Íþróttahöllinn er í göngu færi frá Mistral hótelinu staðsett 500m frá. Salurinn er með parkett undirlagi og er hægt að skipta honum í 3 hluta. Fótboltavöllur með hlaupabraut er beint fyrir neðan hótelið og geta lið nýtt sér það svæði fyrir t.d hlaupaæfingar. Lið geta nýtt sér fundaraðstöðu hótelsins sem og sér útbúinn sal fyrir videofundi. Starfsfólk hótelins er þekkt fyrir mikla þjónustulund og heldur vel utan um hópa sem þarna æfa. Samráð er haft við þjálfara liðsins í matseðlinum. Sérhver máltíð samanstendur af næringríku hráefni, í samræmi við sérstakar þarfir íþróttahópa. Svæðið var notað af spænska landsliðinu fyrir evrópumótið í fótbolta í Póllandi árið 2012.

Mistral Sport **** Hotel

Býður upp á þægilega gistingu í 105 nútímalegum 20 m2 tveggja manna herbergjum og 8 rúmgóðar 70 m2 svítur. Öll herbergin eru með minibar, gervihnattasjónvarpi og internetaðgangi. Meðan á dvöl stendur geta gestir okkar notið aðstöðu SPA miðstöðvarinnar sem býður upp á sundlaug, nuddpott, þurr gufu, eimbað, ljósabekk og  líkamsrækt. Afþreying í boði í nálægð við hótelið svo sem bátsferðir, veiðar, hjólreiðar, hestaferðir.