Golf Montanyá

Innifalið

 • Flug, skattar og gjöld Keflavík – BCN – Keflavík.
 • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.
 • Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka við brottför.
 • Gisting á 4 stjörnu hóteli með morgunmat.
 • Ótakmarkað golf.
 • Golfbíll fyrstu 18 holur á dag.
 • Akstur hótel – golf – hótel.
 • Íslensk fararstjórn.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flokkur:

Lýsing

Golf Montanyà

18 holu golfvöllur umkringdur stórkostlegu landslagi, staðsettur í Montseny Natural Park, tilnefndur sem Biosphere Reserve af UNESCO. Svæðið nær yfir meira en 30.000 hektara með nátturu sem hægt er að njóta allan ársins hring. Völlurinn sem er hannaður af David Thomas var opnaður árið 1989 og er talin vera eitt best geymda leyndarmálið á þessu fallega útivistarsvæði. Völlurinn er 6067 metrar af gulum teig þar sem fyrri 9 holurnar eru töluvert styttri og tæknilega meira krefjandi, hann lengist svo á 9 holunum og verða brautirnar opnari og breiðari.

Þessi nátturuparadís býður upp á nokkra möguleika til útivistar, svo sem gönguferðir, fjallahjólaferðir og fjölbreytt dýralíf.

Nálæg kennileiti

 • Brull kirkjan
 • Tagamanent þorpið

Í boði gegn aukagjaldi

 • Menningardagur í Barcelona með íslenskri farastjórn.
 • Skoðunarferð á vínbúgarð með íslenskri farastjórn.
 • Útvegum miðum á heimaleiki Barcelona.

Hótel Les Clarisses

Hótelið er staðsett í hjarta gamla bæjarins Vic. Þetta nýja hótel er heillandi staður þar sem hægt er að njóta ró svæðisins og fallegu útsýni yfir borgina. Tilvalin staður fyrir skemmtilega og slakandi dvöl. Veitingastaður hótelsins hefur uppá að bjóða frábæran matseðil.

Staðsetning hótelsins gerir gestum þess auðvelt að skoða vinsælustu ferðamanna staði bæjarins, svo sem Roman Temple, Placa Major og Episcopal Museum.

Ca. 15 mín keyrsla frá hótelinu á golfsvæðið.


Montanyá Hotel & Lodge

Hótelið er staðsett í Montseny fjöllunum, aðeins 40 mínútum frá Barcelona. 3-4 mínútu keyrsla frá hótelinu á golfsvæðið. Hótelið hefur uppá að bjóða heilsurækt, spa, inni- og útisundlaug og tennisvöll.