Untitled design (35)
Gönguferð og sigling í Færeyjum
Sérferðir
Færeyjar
Þórshöfn
4

Gönguferð og sigling í Færeyjum

16. – 20. september 2024

Stórskemmtileg göngu- og fræðsluferð til Færeyja með íslenskri fararstjórn.

Fyrir allar fyrirspurnir hafið samband í síma 552-2018 eða á info@tasport.is

Verð

224.800 kr.278.800 kr.

LÝSING

Í þessari ferð munum við ferðast um eyjar frændfólks okkar í Færeyjum.

Flogið er til Færeyja snemma á mánudegi og aftur til baka á föstudegi.

Í þessari stórkostlegu gönguferð verður gengið um gamla bæinn og til Kirkjubæjar þar sem saga staðarins er sögð. Um kvöldið er svo veisla í Reykstofunni í Kirkjubæ.

Ekið er til Klaksvíkur og þaðan tekin ferja til Syðradals, rúta að Tröllanesi og gengið að Kallinum. Þann dag er gengið á Háfjall og Helgafell. Christianskirkja er skoðuð og loks heimsókn í Bjórsmiðjuna Föroya Bjór þar sem er boðið uppá rennandi veitingar.

Næsta dag er ekið til Saksun sem er að mati margra fallegasti staðurinn í Færeyjum

DÆMI UM DAGSKRÁ

Mánudagur.  

Flogið til Færeyja.  Lent um kl. 11.  Ekið til Þórshafnar á hótel.

Léttur hádegisverður.

Gönguferð um gamla bæinn.

Gengið til Kirkjubæjar.  2,5 klst.

Saga staðarins.

Veisla í Reykstofunni í  Kirkjubæ.

 

 Þriðjudagur.

Ekið til Klaksvíkur.  Þaðan er tekin ferja til Syðradals, með rútu að Tröllanesi og gengið að Kallinum sem er mikið bjarg þar sem James Bond endaði ævi sína.

Léttur hádegisverður.

Aftur til Klakksvíkur.

Gengið á Háfjall og Helgafell.

Christianskirkja skoðuð.

Heimsókn í Föroya Bjór.  Rennandi veitingar.

Aftur til Þórshafnar.

Frjáls kvöld.

 

Miðvikudagur.

Ekið til Saksun sem mörgum finnst fallegasti staðurinn í Færeyjum.

Gengið um lónið og fjöruna en síðan gengið yfir til Tjörnuvíkur.

Skoðað í Tjörnuvík sem er ekki síður fallegt, gamalt þorp.

Ekið í Gjógv, vinsæll, lítill bær.  Höfnin sérstaka skoðuð og hádegisverður  snæddur.

Ekið yfir á Eiðisskarð en þaðan er gengið upp á Slættaratind,hæsta fjall Færeyja, 880 m að hæð.

Ekið til Þórshafnar.

Kvöldið frjálst.

 

Fimmtudagur.

Ekið til Vestmanna.  Þaðan er siglt með bátum undir og inn í hin stórbrotnu Vestmannabjörg.  Síðan alla leið til Mykines og stoppað þar í 3-4 klst.

Kvöldið frjálst.

Föstudagur.

Flogið til Íslands um morguninn.

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband