Lífstílstengd fræðsla, heilsa og gleði með Melkorku Á. Kvaran!
19. janúar – 26. janúar 2025
Verð í tvíbýli er 244.800 kr á mann.
Verð í einbýli er 324.800 kr á mann.
*Athugið að námskeiðið flokkast sem heilsurækt og því mörg stéttarfélög sem styrkja slíkt.
244.800 kr. – 324.800 kr.
Í janúar 2025 bjóðum við upp á heilsu og sjálfsræktarferð fyrir konur sem vilja rækta sjálfa sig á líkama og sál.
Um er að ræða vikuferð á 4 stjörnu hóteli á Kanarí með lífstílstengdri fræðslu.
Innifalið í verði er flug, innritaður farangur báðar leiðir og rúta til og frá flugvelli á hótel. Einnig er 4 stjörnu hótelgisting með hálfu fæði, daglegar æfingar, aðgangur að líkamsrækt og galakvöldverður.
Að auki verður boðið upp á hjólaferð og bátsferð sem greitt er sérstaklega fyrir.
Melkorka starfar í dag sem hjúkrunarfræðingur en er auk þess menntaður matvælafræðingur og íþróttakennari. Hún hefur margra ára reynslu af ýmis konar þjálfun, fræðslu og kennslu. Þetta er hennar fjórða ferð sem fararstjóri með hóp af konum í heilsuferð.
Athugið að námskeiðið flokkast sem heilsurækt og því mörg stéttarfélög sem styrkja slíkt.
KEF – Gran Canary 19. janúar
Gran Canary – KEF 26. janúar
Hotel LIVVO Dunagolf Suites****
Hótelið er staðsett á Maspalomas-golfvellinum. Það er umkringt fallegu, grænu umhverfi og státar af stórri sundlaug. Hotel LIVVO Dunagolf Suites býður upp á útisundlaug sem er kjörin fyrir sundsprett til að kæla sig á heitum sumardögum.
Hotel LIVVO Dunagolf Suites er einnig með stóra sólarverönd. Gestir geta tekið á því með því að spila tennis eða golf á Maspalomas-golfvellinum. Einnig er hægt að rölta niður að Maspalomas ströndinni sem eru í stuttri fjarlægð. Á kvöldin er hægt að fara aftur á hótelið og snæða á veitingastaðnum eða fá sér snarl og drykk á barnum.
Gegn gjaldi er í boði hjólaferð og bátsferð