Lýsing
Barcelona 18. – 21. Febrúar
Gist á Gran Hotel Barcino 4* hótel umkringt heillandi götum Gotneska hverfisins í sögulegum hluta Barcelona stutt frá dómkirkjunni og Römblunni. Þröngu göturnar sem umlykja hótelið eru fullar af verslunum, veitingastöðum, börum og söfnum, eins og Picasso safninu. Einnig er stutt í Badalona ströndina hægt að taka rölti og fara á Brunch and cake veitingastaðinn sem er mjög vinsæll. Annar veitingastaður sem við mælum með er Sensi Mezzanine æðislegur tapas staður í Gothica hverfinu rétt hjá hótelinu.
Í um 12 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu er Plaza de Catalunya torgið þar sem er að finna fjöldina allur af verslunum og verslunarmiðstöðvar.
Við mælum með
- Skoðunarferðir með leiðsögumanni (tekur um 2,5 klst)
- Gothica hverfið
- Gaudi göngutúr (helstu listaverk Gaudi í Barcelona skoðuð. Göngutúrnum lýkur við Sagrada Familia)
- Spænska borgarastyrjöldin
- Göngutúr um Gracia hverfið.
- Bunker del Carmel (gömul loftvarnastöð frá tímum borgarastyrjaldarinnar. Þaðan er einstakt útsýni yfir borgina og er það einstök upplifun að fylgjast með sólsetrinu þar)
- Tapas gatan (bar við bar og skemmilegt andrúmsloft)
- Tibidabo, gamall skemmtigarður á toppi hæsta fjalls Barcelona.
Innifalið
- Flug, skattar og gjöld Kef – BCN – Kef.
- 20 kg. innrituð taska og 10 kg. handfarangur.
- Gisting á 4* hóteli með morgunmat í 3 nætur.
Flugtímar:
KEF – BCN kl:15:25
BCN – KEF kl:11:00
Það tekur um 20 mínútur með leigubíl frá flugvellinu á hótelið.
Frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða info@tasport.is
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.