Jurmala Golf Club

Flokkur:

Innifalið

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Riga – Keflavík.
  • Flutningur á 20kg. golfsetti og handfarangur.
  • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför.
  • Gisting á 5* hóteli með morgunmat.
  • 5x kvöldverður.
  • 6x 18 holur.
  • Golfkerra.
  • Æfingaboltar.
  • Íslensk fararstjórn. (lágmark 16. manns. )

Auka 20kg. innrituð taska kostar kr. 11.000 fram og til baka.

Gistináttaskattur 1€ per nótt er ekki innifalinn.

Golfbíll kr. 2400 per hring, per mann. Verð miðast við 2 saman á bíl.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Lýsing

Jurmala golf í Riga

Jurmala Golf Club er nýtt golfsvæði rétt fyrir utan Riga höfuðborg Lettlands. Svæðið opnaði síðla árs 2018, staðsett milli Riga og bæjarins Jurmala um 15 mínútur frá flugvellinum í Riga. 18 holu skemmtilegur og krefjandi völlur hannaður af einu helsta golfhönnunar fyrirtæki heims Nicklaus Design, einnig er 9 holu par- 3 Academy völlur. Á svæðinu er einnig frábært æfingasvæði með driving range, flatir fyrir stutta spilið og púttgreen. 5* hótel staðsett beint við völlinn með 17 tveggja manna herbergjum og tvær svítur ásamt frábærum veitingastað með fallegu útsýni yfir völlinn og umhverfi.


Riga

Höfuðborg Lettlands og stærsta borgin í Eystrasaltsríkjunum með um 750.000 íbúa, falleg borg með mikla sögu. Riga er í aðeins 20 mínútna akstursfjarlægð frá Jurmala Golf því lítið mál að skella sér í smá menningar eða verslunarferð. Gott úrval verslana, veitingastaða og bara sem og næturklúbba en borgin er þekkt fyrir líflegt næturlíf fyrir áhugasama.


Jurmala

Þessi litli ljúfi sjávarbær  með um 50.000 þúsund íbúa, aðeins 15 mínútna akstur frá Jurmala Golf, var einn vinsælasti sumarleyfis staður ríkra og frægra Sovétmanna á sjöunda áratugnum. Þó að mörg ár séu liðin er bærinn en  einn vinsælasti áfangastaður ferðalanga um alla Austur-Evrópu – og af góðri ástæðu. Jurmala heilsulindir eru taldar með þeim bestu í Lettlandi og hvítar Strendur sem teygja sig kílómetra meðfram flóanum. Það eru tugir dýrindis veitingastaða fyrir allar tegundir matgæðinga svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.