Lýsing
Vín og góður matur í fallegu umhverfi á Ítalíu
18.september – 24.september
Dvöl í Bagni Di Lucca, Tuscana í sex nætur. Þér gefst kostur á að heimsækja þetta fræga vínhérað og lengja haustið með því að dekra við sjálfan þig og bragðlaukana. Aðeins um tuttugu og fimm konur komast í þessa ferð til að tryggja að upplifun verði eins og best verður á kosið.
Farastjóri er Hrönn Ingólfsdóttir


Frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða info@tasport.is
FLUG
KEF – VERONA – KEF
GISTING
La Corona
La Corona er hlýlegt hótel í Bagni di Lucca og stendur á árbakkanum. Hótelið hefur uppá að bjóða veitingastað, bar og sameiginlega setustofu. Hvert gistirými er með fallegt útsýni yfir ána og hafa gestir einnig aðgang að garði og verönd. La Corona býður upp á ítalskan morgunverð.






INNIFALIÐ
- Flug, skattar og gjöld Keflavík – Verona – Keflavík.
- 20kg. innrituð taska og handfarangur sem kemst undir sætið.
- Akstur til og frá flugvelli.
- Gisting í La Corona.
- Morgunmatur, Gala kvöldverður og kvöldverður ásamt drykk við komu á hótelið.
- Vínsmökkun og léttur matur á vínekru.
- Dagur í Canyon Park með léttum hádegismat og drykk.
- Matur og vín í Buonvisi höllinni.
- Allur akstur í skipulagðri dagskrá
- Íslensk farastjórn.
Gistináttaskattur er ekki innifalinn.
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is
DAGSKRÁ
18.SEPTEMBER – KOMUDAGUR
Farþegar sóttir á flugvöllinn í Verona og keyrt niðut til Bagni Di Lucca. Við komu og eftir innritun á hótel La Corona verður boðið uppá drykk. Léttur kvöldverður á hótelinu og fyrir þær sem vilja verður farið í stutta göngu um bæinn.
20.SEPTEMBER – VÍNSMÖKKUN OG BERJASTAPP
Morgunverður í La Corona. Vínekrur/berjastapp/léttur matur og vínsmökkun á vínekru. Gala kvöldverður á La Corona fyrir hópinn ásamt vínpörun.
21.SEPTEMBER – FRJÁLS DAGUR
Morgunverður á La Corona. Hverjum er svo frjálst hvernig deginum er varið. Möguleiki er að heimsækja gamla bæinn í Lucca eða fara í menningarferð til Florence, heimsækja söfn og sögulega staði. Ef verslunarþörf er í fólki er hægt að fara í verslunarmiðstöðvar. Fyrir þá sem vilja hreyfa sig og mögulega láta ögra sér aðeins er hægt að fara í hjólaferð eða gönguferð um fjalllendið í nágrenni við Bagni di Lucca. River rafting er einnig í nágrenninu.
23.SEPTEMBER – SPA DAGUR
Morgunverður á La Corona. Hugleiðsla, skógaryoga og upplifun í Canyon Park. Slökun og léttur matur á meðan dvöl stendur.
24.SEPTEMBER – HEIMFERÐARDAGUR
Morgunverður á La Corona og heimverð.
19.SEPTEMBER – BUONVISI DAGUR
Morgunverður á La Corona. Við njótum svo dagsins í Buonvisi höllinni við vínsmökkun ásamt hádegisverði. Í höllinni er SPA með heitum potti og saunu fyrir þær sem vilja en einnig er sundlaug í fallegum hallargarðinum sem hægt er að njóta við. Yin Yoga í hallargarðinum og hugleiðsla. Buonvisi er staðsett í bænum Ghivizzano, klassískum miðaldar bæ umkringdur kastölum.
22.SEPTEMBER – TRUFFLUR
Morgunverður á La Corona. Truffluveiðar og truffluþema í mat á hóteli.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.