Lýsing
La Manga
Hágæða æfingarsvæði staðsett um 100km frá flugvellinum á Alicante. Það eru 8 grasvellir á svæðinu þar af einn keppnisvöllur með stúku fyrir 800 áhorfendur. Á La Manga er lagt upp með að lið hafi einn völl út af fyrir sig á meðan dvöl stendur og æfa 2x á dag í 90 mín. Svæðið er vel þekkt í fótboltaheiminu sem eitt það flottasta sem völ er á enda hafa verið haldin mörg æfingarmót fyrir yngri landslið sem og A landslið þarna síðustu ár sem og mörg af stærstu félögum Evrópu heimsækja La Manga í sínum undirbúning á hverju ári. Á svæðinu eru einnig fullbúin líkamsræktaraðstaða sem leikmenn hafa aðgang að. Ýmis afþreying er einnig í boði á svæðinu gegn gjaldi, þrír 18 holu golfvellir, tennisvellir og svo er stutt í ströndina.
Gisting
Í boði er 4* íbúðargisting sem og 5* hótel báðir gistimöguleikarnir eru innan svæðisins og fylgja 8 manna bílar með til afnota á meðan dvöl stendur sem eru afhentir við komuna á svæðið.