Lýsing
Lýsing
Upplifðu allt það besta sem bítlaborgin fræga hefur uppá að bjóða!
Flogið er beint til Liverpool á föstudagsmorgni og til baka í hádeginu á mánudeginum.
Hægt er að velja á milli 3 og 4* gistingu á öllum dagsetningum, en bæði hótelin eru á góðum stað í Liverpool.
Lestarstöðin við Liverpool Lime Street er í göngufjarlægð frá báðum hótelum ásamt fjölda verslana og veitingastaða. Meðal annars verslunarmiðstöðvunum ONE og St. Johns.
13. – 16. október
Val um gistingu: Hampton by Hilton Liverpool City Centre*** & Hotel Indigo Liverpool, an IHG Hotel****
3. – 6. nóvember
Val um gistingu: Hampton by Hilton Liverpool City Centre*** & Novotel Liverpool Centre
17. – 20. nóvember
Val um gistingu: Hampton by Hilton Liverpool City Centre*** & Novotel Liverpool Centre


Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flug
KEF – Liverpool 13. október / 3. nóvember / 17. nóvember kl. 07:00
Liverpool – KEF 16. október / 6. nóvember / 20. nóvember kl. 10:50
Gisting
Hampton By Hilton Liverpool City Centre***
Hampton by Hilton Liverpool City Centre er aðeins nokkrum mínútum frá Albert Dock og Liverpool ONE-verslunarmiðstöðinni og býður upp á nútímaleg herbergi með ókeypis Wi-Fi Interneti. Hótelið er með líkamsræktarsal sem er opinn allan sólarhringinn.
Herbergin eru með loftkælingu, flatskjásjónvarpi og te/kaffiaðstöðu. Það er líka með en-suite sérbaðherbergi og setusvæði með sófa og skrifborði. Morgunverðarhlaðborð með heitum réttum, þar á meðal einkennandi vöfflum, er í boði á hverjum morgni, ókeypis fyrir gesti. Slakaðu á í setustofunni hótelsins með drykk á barnum og pantaðu léttar máltíðir af snarlmatseðlinum á kvöldin. Áhugaverðir staðir í nágrenninu eru m.a. Tate Liverpool, The Beatles Story, Anfield Stadium, Goodison Park, Sefton Park og Liverpool Empire.
Liverpool Lime Street-stöðin er í 1,6 km fjarlægð, en Liverpool John Lennon-flugvöllurinn er í 13,3 km fjarlægð frá Hampton by Hilton Liverpool City Centre.


Hotel Indigo Liverpool, an IHG Hotel****
Þetta glæsilega boutique-hótel er í 10 mínútna göngufjarlægð frá Lime Street-lestarstöðinni og í um 15 mínútna göngufjarlægð frá Albert Dock.
Herbergin á Hotel Indigo hafa verið innblásin af sögu og menningu Liverpool. Öll herbergin eru með sjónvarpi og te og kaffiaðstöðu. Í herberginu er einnig hleðslustöð fyrir iphone, góð sturta, skrifborð og lítill ísskápur. Gestir geta borðað á Marco Pierre White Steakhouse Bar & Grill, sem býður upp á kokteila, vín og staðgóðan mat. Morgunverður er einnig í boði á morgnana. Cotton Lounge býður einnig upp á úrval drykkja. Tate er í 15 mínútna göngufjarlægð frá Hotel Indigo Liverpool, en Liverpool One-verslunarsvæðið og M&S Bank Arena eru í 10 mínútna göngufjarlægð.


Novotel Liverpool Centre****
Hótel í hjarta Liverpool en Novotel Liverpool Centre er vel staðsett hótel í göngufjarlægð við fjölda veitingastaði og verslanir, ásamt því að vera við hliðina á verslunarmiðstöðinni ONE sem er talin vera ein sú besta í Liverpool borg.
Lestarstöðin og fjöldi áhugaverðra kennileita er einnig í nálægð við hótelið.
Liverpool John Lennon Airport er í um 20km fjarlægð frá hótelinu.


Innifalið
- Flug, skattar og gjöld Keflavík – Liverpool – Keflavík
- 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur sem kemst undir sætið
- Gisting og morgunmatur á 3/4 stjörnu hóteli
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is
AFÞREYING
- Bacaro veitingastaður
- Liverpool Gin Distillery
- St. Johns turninn – útsýni yfir borgina
- Sigling um Mersey
- Magical Mystery Tour rútan
- Cavern Club
- Brewery Bus Tour (brugghústúr)
- The Beatles Story safnið
- World Museum
- Walker Art Gallery
- Liverpool Maritime and Slave Museum
- Museum of Liverpool
- River of light er árleg sýning ljóslistaverka í miðborg Liverpool. Stendur að þessu sinni 27. okt. til 5. nóv.
- Tónleikar Suzi Quatro í Manchester 18. nóv.
- Liverpool Christmas Market opnar 19. nóv.