13. – 16. desember 2024
Hafið samband við TA Sport Travel fyrir frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða á info@tasport.is
192.800 kr. – 248.800 kr.
Það kemur í hlut Hollendingsins Arne Slot að feta í fótspor Jürgen Klopp, sem kvaddi Anfield í vor eftir tæplega 9 ára dvöl. Ekki aðeins er það áskorun fyrir Slot að viðhalda gengi liðsins, heldur bíður hans sú áskorun að heilla stuðningsmenn eins og Klopp. Góð byrjun Liverpool er lykill að framtíð Slot á Anfield.
Heimavöllur Liverpool, Anfield, tekur nú 61.000 áhorfendur eftir tvöfalda stækkun á sl. 8 árum. Stemningin á vellinum er óviðjafnanleg þegar best lætur.
Liverpool hefur unnið enska meistaratitilinn 19 sinnum og FA Cup 8 sinnum. Þá hefur Liverpool unnið deildabikarinn (League Cup/EFL Cup og nú Carabao Cup) 10 sinnum, nú seinast á síðustu leiktíð.
Að þessu sinni mætir Liverpool liði Fulham
Hvernig á að bóka?
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
13. – 16. des
Kef-Liverpool
Liverpool-Kef
Novotel 4* Liverpool Centre er við hliðina á Liverpool ONE-verslunarmiðstöðinni og státar af nútímalegum 4-stjörnu herbergjum.
Liverpool Lime Street-lestarstöðin er í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Sögulega Albert Dock-svæðið, þar sem finna má Tate Liverpool-listasafnið og The Beatles Story-safnið, er aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð. Miðbæjarverslanir og veitingastaðir Liverpool eru í innan við 5 mínútna göngufjarlægð.
Glæsileg herbergi Novotel eru með sérbaðherbergi, öryggishólf og sjónvarp. Öll herbergin eru einnig með minibar og te-/kaffiaðstöðu.
Veitingastaðurinn Elements framreiðir alþjóðlega rétti en Ropewalks Bar and Lounge býður upp á léttar máltíðir og drykki í líflegu umhverfi með flottum húsgögnum.