Madrid aðventuferð 2022

98.800 kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

Lýsing

Upplifðu aðventuna í borg lista og menningar og skoðaðu allt það besta sem þessi spænska perla hefur uppá að bjóða!

2.- 5. desember 

Flogið er beint til Madrid með Play á föstudegi og aftur heim á mánudegi.

Innifalið í verði er flug, innritaður farangur báðar leiðir og 4* hótelgisting með morgunmat. Hótelið er vel staðsett í Madrid og stutt er í allt það besta sem borgin hefur uppá að bjóða.

Í Madrid má finna hina ýmsu jólamarkaði þar sem tilvalið er að komast í alvöru aðventu skap, en lista yfir þá helstu er hægt að finna hér undir „Afþreying“

Verð frá 98.800kr á mann m.v. 2 fullorðna saman.

Madrid, höfuðborg Spánar, er borg glæsilegra breiðstræta og evrópskra lista. Hvort sem að það er matur og drykkur, mannlíf eða menning þá finna allir eitthvað við sitt hæfi í þessari stórfenglegu borg.

Hótelið Dear Hotel Madrid er staðsett við Plaza del Espania sem er eitt af þeim fallegu torgum sem prýða borgina. Fleiri torg sem vert er að skoða og í göngufæri frá hótelinu eru þá helst; Plaza Mayor, Plaza de Cibeles og Puerta del Sol. Konungshöllin Royal Palace of Madrid er í um 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Ef það er fótboltinn sem heillar þá er tilvalið að skella sér á Santiago Bernabéu, heimavöll Real Madrid, eða á Wanda Metropolitano, heimavöll Atlético Madrid. Ef það er listin sem þú sækist eftir, þá er tilvalið að fara á Museo del Prado eða Museo Reina Sofia söfnin en Madrid er þekkt fyrir listamenn á borð við Picasso, Goya, Dalí og Velázquez.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flug

FLUG

KEF – MADRID – KEF
2. desember  – 15:20
5. desember – 21:35

Gisting

GISTING


Dear Hotel Madrid**** 

Dear Hotel Madrid er vel staðsett 4 stjörnu hótel í mínútu göngufæri frá Plaza de España torginu og lestarstöðinni, Royal Palace of Madrid, Puerta del Sol, Plaza Mayor og Adolfo Suárez Madrid-Barajas.

Á hótelinu má finna rooftop sundlaug ásamt verönd, veitingastað, bar og framúrskarandi spænskt morgunverðarhlaðborð. Hótelið býður uppá skutlu á flugvöllinn og herbergisþjónustu gegn gjaldi en öll herbergi hafa gott hjólastólaaðgengi, te og kaffivél, vatnsflösku án endurgjalds, baðherbergi, öryggishólf og mini bar.

Adolfo Suárez Madrid–Barajas (MAD) flugvöllurinn er í um 28km fjarlægð frá hótelinu.

Innifalið

INNIFALIÐ

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Madrid – Keflavík
  • 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur sem kemst undir sætið
  • Gisting á 4 stjörnu hóteli
  • Morgunmatur

Gistináttaskattur er ekki innifalinn.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Afþreying

AFÞREYING

Jólamarkaðir í Madrid

Mercado Tradicional Navidad de la Plaza Mayor
Einn sá stærsti í Madrid! Eitt frægasta torg borgarinnar breytist í stórfenglegt jólaþorp allan desembermánuð. Skreytingar og ljósadýrð við torgið grípa augu allra þeirra sem koma þangað. Markaðurinn á sér merkilega sögu að rekja til 18. aldar og er hinn fullkomni staður til að klára jólagjafir og njóta aðventunnar með vinum eða fjölskyldu.

Mercadillo de Navidad – El Corte Inglés Castellana

Feria Dulces de Navidad

Mercadillo del Gato

Mercado de Diseño

Frekari upplýsingar

Gisting

Tvíbýli, Einbýli

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Madrid aðventuferð 2022”

Netfang þitt verður ekki birt.