Master Class í Toscana

279.800 kr. 339.800 kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

Lýsing

Vín og góður matur í fallegu umhverfi á Ítalíu

27.október – 5.nóvember 

Dvöl í Villa Coletto í Garfagnana, Tuscany í níu nætur. Þér gefst kostur á að heimsækja þetta fræga vínhérað og lengja haustið með því að dekra við sjálfan þig og bragðlaukana. Aðeins um tuttugu manns komast í þess ferð til að tryggja að upplifun gesta verði eins og best verður á kosið.

Gestgjafi ferðarinnar er Pálmi Sigmarsson

Frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flug

FLUG

KEF – MÍLAN – KEF

Gisting

GISTING


Colletto – Tuscany Villas

Þessi stórkostlega villa var byggð snemma á 19.öld en hefur verið endurreist á ástúðlegan hátt til að viðhalda rómantísku andrúmslofti fyrri aldar. Villan hefur uppá að bjóða frábært útsýni frá herbergjunum, svölunum og sundlauginni.

Innifalið

INNIFALIÐ

  • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Milan – Keflavík.
  • 20kg. innrituð taska og handfarangur sem kemst undir sætið.
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • Gisting í Villa Colletta.
  • Morgunmatur, hádegismatur, Gala kvöldverður ásamt öðrum kvöldverðum í Colletto.
  • Vínsmökkunar ferðir ásamt máltíð.
  • Íslensk farastjórn.

Gistináttaskattur er ekki innifalinn.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Dagskrá

DAGSKRÁ

27.OKTÓBER – KOMUDAGUR

Farþegar sóttir á flugvöll og þeim keyrt upp til Villa Colletto. Við komu verður boðið uppá smökkun á Prosecco og Franciacorta á svölum hallarinnar. Boðið uppá léttan kvöldverð við komu með sérvöldum vínum og slökun á svölum villunnar, en Garfagnana liggur við dalinn og lætur stórfenglegt útsýnið engan ósnortinn.

29.OKTÓBER – VÍNSMÖKKUN Á ANTINORI Í FLORENCE OG KVÖLDVERÐUR Á DA PASQUALE Í LUCCA

Morgunverður í Villa Colletto. Farið verður í dagsferð til Florence þar sem við heimsækjum Antinori í vínsmökkun. Við heimsækjum stórfenglegar vínekrur og fáum að bragða á nokkrum af þeirra bestu vínum m.a. Guido il Tasso, Tignanello, Bruciato, Cervaro de la sala o.fl. Á leiðinni til baka verður snæddur kvöldverður á Da Pasquale, sem er einn af bestu veitingastöðum Lucca. En staðurinn hefur upp á að bjóða mikið safn eðalvína.

30.OKTÓBER – BUONVISI DAGUR

Morgunverður í Villa Colletto. Partý verður svo haldið í Buonvisi höllinni þar sem við verjum hluta af deginum við vínsmökkun og að njóta hádegisverðar. Í höllinni er einnig SPA með heitum potti og saunu fyrir þá sem vilja og einnig er sundlaug í fallegum hallargarðinum sem hægt er að slaka á og njóta við. Einnig verður hægt að fá nudd og húðmeðferðir í höllinni fyrir þá sem vilja.

Buonvisi höllin er staðsett í bænum Chivizzano, klassískum miðaldar bæ umkringdur köstulum en Buonvisi ættin á langa sögu um yfirráð á svæðinu og átti hallir og eignir um allt Toscany hérað. Bounvisi höllin er enn í eigu afkomenda. Kvöldverður í Bagni di Lucca á La Corona með glæsilegum hópseðli ásamt sérvöldum vínum.

1.NÓVEMBER – FRJÁLS DAGUR

Morgunverður í Villa Colletto og svo er hverjum frjálst hvernig deginum er varið. Möguleiki er að heimsækja gamla bæinn í Lucca eða að fara í menningarferð til Florence, heimsækja söfn og sögulega staði. Ef verslunarþörf er í fólki er hægt að fara í verslunarmiðstöðvar.

Fyrir þá sem vilja hreyfa sig og mögulega láta ögra sér aðeins er hægt að fara í hjólaferð eða gönguferð um fjalllendið í nágrenni við Villa Colletto. River rafting er einnig í nágrenninu ásamt því að hægt er að leigja sér skutlur. Canyon Park er einnig ekki langt frá þar sem hægt er að fara í margskonar ævintýraferðir svo sem eins og klifur og Zip Line undir leiðsögn. Svo er einnig hægt að vera við laugina, slappa af og vinna í brúnkunni.

2.NÓVEMBER – VÍNEKRUR Í NÁGRENNINU

Eftir morgunverð í Villa Colletto munum við heimsækja nokkrar vínekrur í nágrenninu. Við munum heimsækja Podere Concori þar sem eitt af bestu lífrænu vínum Ítalíu eru framleidd. Við munum einnig heimsækja Tenuta Lenzini winery.

Hádegisverður snæddur á vínekrunni.

Um kvöldið verður heimalöguð pizza fyrir hópinn á svölunum í Colletto Villa þar sem drukkin verða vín frá héraðinu.

4.NÓVEMBER – COLLETTO DAGUR

Morgunverður og slökunardagur fyrir heimferð. Við vinnum pasta frá grunni og lærum einnig að búa til ekta Risotto með kokkunum í Colletto. Fáum að fara með þeim á ferska markaðinn að versla inn og finna besta hráefnið, svo sem villisveppi, trufflur eða hvað það verður sem bragðlaukarnir kalla á.

5.NÓVEMBER – HEIMFARARDAGUR

Öll vín sem boðið verður uppá í Colletto eru sérstaklega valin af þeim Þorra Hringsyni og Steingrími Sigurgeirssyni en þeir eru tveir af mestu sérfræðingum víns á Íslandi.

28.OKTÓBER – COLLETTO DAGUR

Að morgni er boðið uppá nudd við sundlaugarbakkann fyrir þá sem vilja. Bellini drykkur og morgunmatur með ommilettu, beikoni, egg benedikt, ferskum ávöxtum, hráskinku og úrvali sérvalinna osta. Hádegismatur á glæsilegum veitingastað á La Corona sem staðsettur er við Lime ánna í Bagni di Lucca. Sérstakur matseðill fyrir hópinn með sérvöldum vínum hússins. Möguleiki á að taka göngu um Bagni di Lucca áður en lagt verður af stað til baka til Villa Colletto. Seinni hluti dagsins verður svo nýttur til slökunar. Kvöldverður þar sem bragðað verður á öllum bestu vínum frá ræktendum í kringum Lucca svo sem Esse from Fattoria La Torre, Macea (pinot noir) svo fátt eitt sé nefnt.

31.OKTÓBER – BOLGHERI DAGUR

Eftir morgunverð í Villa Colletto verður farið í spennandi heimsókn til Sassicaia í Bolgheri þar sem við munum snæða hádegisverð á glæsilegum veitingastað þeirra, San Guido.

Þar færðu tækifæri til að panta Sassicaia á glösum og kaupa vín beint af lagernum. En vínið hefur verið valið eitt af bestu vínum í heimi af The Wine Spectator 2015 og 2018. Eftir hádegisverð keyrum við inní miðbæ Bolghari, stöldrum þar við og förum á milli allra þeirra fallegu vínhúsa/bara og smökkum á öllum helstu vínum Bolgheri. Í bakaleið stoppum við og fáum að bragða á hinu fræga víni Galatrona sem var valið eitt af bestu vínum í heimi fyrir ,,2016 vintage (98p)‘‘.

Kvöldverður á fallegum sjávarréttarstað á ströndinni við Pisa.

3.NÓVEMBER – GALA DINNER

Morgunverður í Villa Colletto. Slökun við laugina eða á svölunum yfir daginn.

Gala dinner um kvöldið þar sem borin verður fram sjö rétta kvöldverður með úrvali af bestu vínum á Ítalíu. Við munum t.d. smakka á ferskri hvítri alba trufflu, Florentina steik, hörpuskel o.fl.

Frekari upplýsingar

Gisting

Tvíbýli, Einbýli

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Master Class í Toscana”

Netfang þitt verður ekki birt.