Einn rótgrónasti og þekktasti golfvöllur Katalóníu héraðsins á Spáni.
Margar dagsetningar í boði og golfskóli í boði á völdum dagsetningum.
Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is
269.800 kr. – 336.800 kr.
Svæðið er staðsett aðeins 27 km frá Barcelona borg tekur um 25 mínútur með leigubíl inn í borgina. Á svæðinu eru tveir golfvellir sem báðir eru hannaðir af einum þekktasta golfvallahönnuði Spánar Jose Maria Olazabal. Masia Bach er 18 holu völlur, par 72 er tæplega 6.000 metrar á gulum teig.
Völlurinn opnaði árið 1990 hannaður með það í huga að hafa hann krefjandi fyrir alla golfara bæði lengar og styttra komna. Sant Esteve er 9 holu völlur, par 31 og er 1.780 metrar. Falleg hönnun og mikið landslag. Sant Esteve völlurinn er samsettur af einni par 5, tveimur par 4 og sex par 3. Völlurinn hentar vel fyrir byrjendur og er líka mjög skemmtilegur spilunar fyrir lengra komna.
Flogið er á El Prat flugvöll í Barcelona.
Hótelið er 4* ný uppgert frá árinu 2019, staðsett við 1. teig. Það sem einkennir Barcelona golf er rólegt og afslappað umhverfi og fallegt útsýni í fjallshlíðar Montserrat. Húsakosturinn er gerður til að samræmast við hið fallega Penedés svæði sem er staðsett milli Miðjarðahafsins og fjallanna í Montserrat. Svæðið er þekkt fyrir vínframleiðslu og ótrúlega góða matargerð.
Veitingastaðurinn hótelsins býður upp á fjölbreyttan matseðil með árstíðabundnum hráefnum.
OAK Nýr veitingarstaðurinn í klúbbhúsinu opnaði nóvember 2020. býður upp á hefðbundin katalónískan matseðil ásamt fjölbreyttum vikumatseðil. Einnig er í boði fljótlegir réttir eins og tapas, samlokur og hamborgar fyrir á sem vilja.
Spa hótelsins býður meðal annars uppá sundlaug með vatnsnuddi, fótaböð, sauna og tyrknesk böð. Líkamsræktin er opin gestum hótelsins. Einnig er í boði ýmsar meðferðir, þ.mt nudd, Vichy-sturtur, súkkulaðimeðferð, vínmeðferð og cava-meðferð. Aðgangur í spa er gegn aukagjaldi.
Gistináttaskattur er ekki innifalinn.
Í boði gegn gjaldi:
Skoðunarferð á vínbúgarð.
Skoðunarferð til Montserrat