Peralada Wine Spa and Golf

Flokkur:

Innifalið:

 • Flug, skattar og gjöld Keflavík – BCN – Keflavík.
 • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.
 • Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför.
 • Gisting á 5 stjörnu hóteli með morgunmat.
 • Ótakmarkað golf.
 • Golfkerra.
 • Æfingaboltar.
 • Íslensk farastjórn.

Lýsing

Peralada Wine Spa and  Golf:    

Peralada Resort er staðsett í hjarta Alt Empordà í norður Katalóníu. Svæðið er byggt út frá glæsilegum kastala frá 14. öld. Inn í kastalanum er Casino Peralada eina spilavítið í heiminum sem er staðsett í kastala frá miðöldum. Einnig er hægt að njóta tónlistar og matar en í kastalanum er veitingastaðurinn Castell Peralada Restaurant sem sérhæfir sig í Katalónískum- og Miðjarðarhafsréttum, staðurinn fékk nýlega Michelin stjörnu. Fyrir utan kastalann er veitingastaðurinn El Grill del Celler veitingastaður með fjöbreyttan grill matseðil.

Svæðið býður upp á fimm stjörnu hótel, wine spa, 18 holu golfvöll, 9 holu pitch and putt auk þess sem það hefur sinn eigin vínbúgarð sem er alþjóðlega þekktur fyrir vín sitt.


Hotel Peralada Wine Spa and Golf

Fimm stjörnu hótel staðsett í hjarta Alt Empordá, umkringt náttúrugörðum og stutt frá strendum Costa Brava. Á hótelinu er að finna flottan veitingastað, bar, innisundlaug, útisundlaug ásamt Wine Spa. The Wine Spa er heilsulind innblásin af vínbúgarði Peralada. Boðið er uppá fjölbreytt úrval af andlits- og líkamsmeðferðum byggt á náttúrulegum ávinningi af víni.


Peralada Golf

 • Par 71
 • 6071 metrar af gulum teig.
 • Skemmtilegur völlur fyrir byrjendur sem og lengra komna.
 • Drivinge range, upplýst á kvöldin.
 • Putt green og flatir til að æfa inná högg.
 • Einnig er 9 holu pitch and putt völlur.

Við mælum með

 • Skoðunarferð á vínekru Peralada
 • Wine spa
 • Casino Peralada
 • Figueres fallegur smábær þar sem Salvador Dali safnið er staðsett