Draumaferð kylfingsins með áherslu á vínsmökkun og golf með Gunnari Páli Rúnarssyni veitingamanni
8. – 15. september
Ath. Takmarkað sætamagn í ferðirnar
379.800 kr. – 440.800 kr.
Við hjá TA Sport höfum fengið til liðs við okkur einn fremsta vínsérfræðing landsins, Gunnar Páll Rúnarsson (Gunni Palli) til að halda utan þessar tvær ferðir til Peralada árið 2025.
Fylgst verður með framleiðsluþáttum hjá þessum virta vínbúgarði, farið yfir söguna og smakkað helstu tegundir frá Peralada sem líklega er einn virtasti framleiðandi víns í Katalóníu.
Peralada Resort er staðsett í hjarta Alt Empordà í norður Katalóníu. Svæðið er byggt út frá glæsilegum kastala frá 14. öld. Inn í kastalanum er Casino Peralada eina spilavítið í heiminum sem er staðsett í kastala frá miðöldum. Einnig er hægt að njóta tónlistar og matar en í kastalanum er veitingastaðurinn Castell Peralada Restaurant sem sérhæfir sig í Katalónískum miðjarðarhafsréttum og fékk hann nýlega Michelin stjörnu. Fyrir utan kastalann er veitingastaðurinn El Grill del Celler veitingastaður með fjöbreyttan grill matseðil sem tilheyrir hótelinu sjálfu.
Peralada Resort Winde Spa and Golf er fimm stjörnu hótel sem hefur 18 holu golfvöll, 9 holu æfingavöll og aðstöðu til pútt æfinga auk þess sem það hefur sinn eigin vínbúgarð sem er alþjóðlega þekktur fyrir vín sitt.
Peralada Golf
Gunnar Páll
Við mælum með
*Ath. Akstur til og frá flugvelli ekki innifalinn