Peralada

Flokkur:

Lýsing

 

Peralada resort

Hotel Peralada Wine Spa and Golf er fimm stjörnu hótel staðsett í hjarta Alt Empordá, umkringt náttúrugörðum og stutt frá strendum Costa Brava. Á hótelinu er að finna flottan veitingastað, bar, innisundlaug, útisundlaug, líkamsræktaraðstöðu ásamt Wine Spa. The Wine Spa er heilsulind innblásin af vínbúgarði Peralada. Hótelið bíður upp á fullt fæði aðlagað að íþróttamönnum, frátekið svæði fyrir hádegis og kvöldmat svo liðið njóti þess að vera útaf fyrir sig. Einnig bíður hótelið upp á breytilegan matseðil fyrir þjálfara og starfsmenn.  Völlurinn er staðsettur í 300 metra fjarlægð frá hótelinu.

Svæðið er byggt út frá glæsilegum kastala frá 14. öld. Inn í kastalanum er Casoni Peralada, eina spilavítið í heiminum sem er staðsett í kastala frá miðöldum. Einnig er hægt að njóta tónlistar og matar en í kastalanum er veitingastaðurinn Castell Peralada Restaurant sem sérhæfir sig í Katalónískum- og Miðjarðarhafsréttum, staðurinn fékk nýlega Michelin stjörnu. Fyrir utan kastalann er veitingastaðurinn El Grill del Celler, veitingastaður með fjöbreyttan grill matseðil.