Saumaklúbbsferð til Barcelona

Flokkur:

Lýsing

Lýsing

Er ekki tilvalið að skella sér til Barcelona í smá sól á meðan beðið er eftir íslenska sumrinu?

Flogið er beint til Barcelona með Play á miðvikudegi / föstudegi og aftur heim á mánudegi.

Val er um 4* eða 5* hótel með morgunmat. Bæði hótelin eru staðsett á besta stað borgarinnar í sögulegum hluta Barcelona stutt frá dómkirkjunni og Römblunni.

Plaza de Catalunya torgið er í aðeins um 10 mínútna göngufæri frá hótelunum, þar sem er að finna fjöldan allan af verslunum og verslunarmiðstöðvum.

Verð frá 109.800kr á mann m.v. 2 fullorðna saman.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Flug

FLUG

KEF – BCN – KEF
6. maí  – 15:00
9. maí – 22:20

Í maí bjóðum við uppá flug á föstudögum og mánudögum. Flogið er út á föstudegi með Play kl. 15:00 og til baka á mánudegi kl. 22:20.
Í júní er flogið þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Flogið er til Barcelona á miðvikudegi eða föstudegi með Play kl. 15:00 og til baka á mánudegi kl. 22:20.

Dagsetningar í boði:
6. – 9. maí
13. – 16. maí
1. – 6. júní
3. – 6. júní
8. – 13. júní
10. – 13. júní

Gisting

GISTING

Val er um 4 eða 5 stjörnu hótel með morgunmat. Bæði hótelin eru staðsett á besta stað borgarinnar í sögulegum hluta Barcelona stutt frá dómkirkjunni og Römblunni.

Plaza de Catalunya torgið er í aðeins um 10 mínútna göngufæri frá hótelunum, þar sem er að finna fjöldan allan af verslunum og verslunarmiðstöðvum.

Room Mate Anna****

4 stjörnu hótel við frábæra staðsetningu í hjarta Barcelona. Hótelið er spölkorn frá frægustu verslunargötu borgarinnar, Passeig de Gracia og rétt um 100 metra fjarlægð frá hinu sögufræga Gaudi-húsi, Casa Batlló. Í næsta nágrenni við hótelið er fjölbreytt úrval verslana, veitingastaða, söfn og sögufrægar byggingar. Placa de Catalunya er í 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

Room Mate Anna hótelið býður upp litrík og glæsileg herbergi með öllu því helsta; wifi, flatskjá, minibar og öryggishólfi. Á hótelinu er glæsilegur „rooftop“ bar sem er þekktur fyrir fjölbreytt úrval kokteila og fallegt útsýni yfir borgina.

El Prat-flugvöllurinn í Barcelona er í 13 km fjarlægð frá gististaðnum.

Grand Hotel Central*****

Grand Hotel Central er 5 stjörnu lúxushótel í göngufæri við allt það helsta sem Barcelona býður uppá. Hótelið er í um 15 mínútna göngufæri frá ströndinni og 10 mínútna göngufjarlægð frá Placa de Catalunya. Á þaki hótelsins má finna sundlaug og bar ásamt stórfenglegu útsýni yfir gotneska hverfið og dómkirkjuna í Barcelona. Á hótelinu er veitingastaðurinn Bistro Helena sem er þekktur fyrir sinn katalóníska matseðil.

Þetta einstaka hótel einkennist af fallegri hönnun og stílhreinum lúxusherbergjum með loftkælingu, sjónvarpi og wifi. Líkamsrækt og spa er á hótelinu og einnig er í boði nuddþjónusta gegn gjaldi.

El Prat-flugvöllurinn í Barcelona er í 15 km fjarlægð frá gististaðnum.

Innifalið

INNIFALIÐ

 • Flug, skattar og gjöld Keflavík – Barcelona – Keflavík
 • 20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur sem kemst undir sætið
 • Gisting á 4 eða 5 stjörnu hóteli
 • Morgunmatur

Gistináttaskattur er ekki innifalinn.

Í boði gegn gjaldi:
Skoðunarferð á vínbúgarð.

Skoðunarferð til Montserrat.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Afþreying

AFÞREYING

Við mælum með

 • Skoðunarferðir með leiðsögumanni (tekur um 2,5 klst)
 • Gothica hverfið
 • Gaudi göngutúr (helstu listaverk Gaudi í Barcelona skoðuð. Göngutúrnum lýkur við Sagrada Familia)
 • Spænska borgarastyrjöldin
 • Göngutúr um Gracia hverfið.
 • Bunker del Carmel (gömul loftvarnastöð frá tímum borgarastyrjaldarinnar. Þaðan er einstakt útsýni yfir borgina og er það einstök upplifun að fylgjast með sólsetrinu þar)
 • Tapas gatan – Carrer de Blai (bar við bar og skemmilegt andrúmsloft)
 • Tibidabo (gamall skemmtigarður á toppi hæsta fjalls Barcelona)
 • Cava smökkun – um 3 tíma ferð
 • Dagsferð til Sitges (fyrir 5 daga ferðirnar)

Veitingastaðir og barir

 • Boca chica kokteilastaður
 • Nuba veitingastaður
 • El nacional veitingastaður
 • Rosa Negra – mexíkóskur matur og litríkir kokteilar
 • W Hotel – Hótel sem fer líklegast ekki framhjá neinum sem heimsækir Barcelona en hótelið er staðsett við ströndina og einstök byggingin minnir á segl. Gaman er að fara og borða eða fá sér drykk en á hótelinu eru veitingastaðir við ströndina sem opnir eru öllum.
 • Brunch and Cake – morgunverðar og hádegisstaður sem býður uppá litríkar acai skálar, avocado toast, eggs benedict og margt fleira.
 • Sensi Mezzanine – æðislegur tapas staður í Gothica hverfinu rétt hjá hótelunum.

Barcelona er þekkt fyrir einstakan mat og vín og getum við bókað borð á veitingastaði ef áhugi er fyrir hendi.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Saumaklúbbsferð til Barcelona”

Netfang þitt verður ekki birt.