(Sérferð) Dolce Campo Real Golf Resort & Spa

314.800 kr. 414.800 kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:
  • Flug, Keflavík – Lissabon – Keflavík.
  • Flutningur á golfsetti, 20kg. innrituð taska og bakpoki / taska sem kemst undir sætið
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • Gisting á 5* hóteli með hálfu fæði.
  • Drykkir frá 17:30 – 23:30 ( léttvín, bjór, gos, te og kaffi)
  • Golf og golfbíll.
  • Dagsferð á besta golfvöll Portúgals, West Cliff (ekki innifalið í pakkaverði)

Lýsing

Þessi fallegi golfvöllur er par 72, 18 holu golfvöllur sem nær yfir dalinn Serra do Socorro og Archeira, á Oeste svæðinu.

Svæðið var tilnefnd sem einn af 100 sjálfbærustu áfangastöðum heims árið 2015. Golfvöllurinn var opnaður árið 2005 en hann er byggður á landi sem áður var notað af portúgölsku konungsfjölskyldunni sem veiðisvæði, en hótelið dregur nafn sitt af veiðilendum konungs.

Golfvöllurinn er virkilega skemmtilegur og hentugur fyrir alla getu leikmanna. Hann liggur í djúpum dal þar sem vínekrur teygja sig til allra átta. Nýlega fékk Dolce Campo Real Lissabon, sem er fimm stjörnu hótel, Brand Awards sem besta golfsvæðið í Portúgal hjá Brand Magazine.

Gott æfingasvæði, tveir púttvellir og einstakt klúbbhús með þægilegri setustofu. Samkvæmt leadingcourse.com fær Dolce Campo Real golf & Spa hæstu einkunn fyrir gistingu sem og golfvöll. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu.

Í þessari ferð er farið í dagsferð á einn besta golfvöll Portúgals, West Cliff (ekki innifalið í pakkaverði).

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is