Lýsing
St. George´s Park
Frábært æfingasvæði staðsett í Staffordshire sveitinni á Englandi, í u.þ.b. 70 mínútna akstursfjarlægð frá Manchester. Æfingasvæðið var byggt árið 2012 og nær yfir 330 hektara. Á svæðinu eru 13 útivellir, innanhúsvöllur, endurhæfingasvæði og líkamsræktarstöð svo eitthvað sé nefnt. Einnig má geta þess að karla- og kvennalandslið Englands æfa á þessu svæði.
Liðin njóta glæsilegrar aðstöðu með gistingu á 4 stjörnu Hilton hóteli.