Nóvember, desember, janúar, febrúar og mars 2024 – 2025
Verð frá 379.800 kr. á mann í tvíbýli
Gist er á Tabaiba hótelinu í Maspalomas, aðeins í göngufæri frá besta og frægasta golfvelli á eyjarinnar. Stutt er í alla þjónustu á svæðinu. Innifalið er hátíðarkvöldverður á gamlárskvöld með flugeldasýningu og öllu tilheyrandi.
Spilað verður 8 golfhringir með golfbíl, 6 hringir á Maspalomas og 2 hringir með golfbíl á Salobre, og þá verðum við búin að spila 2 bestu velli eyjarinnar.
Gran Canarias-flugvöllurinn er staðsettur 33 km frá hótelinu.
Salobre golfvöllurinn
Salobre Golf Resort er skemmtilegur völlur fyrir alla kylfinga. Völlurinn er svipaður í útliti og eyðimerkurvellir Arizona í Bandaríkjunum hvað varðar hönnun og náttúrulegt landslag sem umlykur hann, meðal annars er mikið af ‘cardones’ plöntu sem líkist kaktusnum sem er eitt aðalmerki á Kanaríeyjum.
Salobre Golf Resort er á suðurhluta eyjarinnar. Salobre er staðsett í hæðum eyjarinnar með stórbrotið útsýni yfir hafið og fjöllin, sem undirstrikar andstæðuna milli græna vallarins og þurru umhverfi eldfjalla eyjunnar sem gefur vellinum einstakan blæ. Staðsetningin fullnægjir jafnvel kröfuhörðustu aðilum á svæðinu sem er vernduð er fyrir vindum og með aðeins þrjátíu klukkustunda úrkomu á ári. Einstakt skipulag brauta og flata er áskorun fyrir alla kylfinga jafn lengra sem styttra koma.
7 daga ferð – 6 Green fees (hægt að velja Maspalomas Golf, Meloneras Golf, Anfi Tauro Golf )
8 dagar ferð – 7 Green fees (hægt að velja Maspalomas Golf, Meloneras Golf, Anfi Tauro Golf )
10 daga ferð – 8 Green fees (hægt að velja Maspalomas Golf, Meloneras Golf, Anfi Tauro Golf )
Keflavík – Kanarý 08:55 (Play)
Kanarý – Keflavík 15:40 (Play)
Hótelið er byggt í þeim anda eins og þú sért á Karabísku hóteli enda rekur þessi hótelkeðja mörg af flottari hótelum víðs vegar í Karabíahafinu. Hótelið býður upp á 6 útisundlaugar, 5 veitingastaði og ókeypis kvöldskemmtun,
Á svæðinu er sundlaug sem hægt er að æfa sig að synda á móti straumi. Hægt er að velja um hæð sem eingöngu ætluð fullorðnum. Öll herbergin eru loftkæld, einnig er eru öll herbergi með flatskjái, síma og sérsvölum. Baðherbergið er með baðkari eða sturtu og ókeypis snyrtivörum.Gestir hafa aðgang að líkamsræktarstöð, þar á meðal ljósabekk, gufubaði og tyrknesku baði, og það er einnig nuddþjónusta á hótelinu gegn aukagjaldi.
Á hótelinu má finna verslanir, snyrtistofu, gjafavöruverslun og hraðbanka. Sólarhrings móttaka er í boði sem og alhliða móttökuþjónusta, upplýsingaborð ferðaþjónustu og bílaleiga.
*Athugið að flutningur til og frá golfvöllum er ekki innifalinn (Maspalomas golfvöllurinn er í göngufæri )