Tenerife

Flokkur:

Innifalið Las Dalias 4*

  • Flug, skattar og gjöld Kef – Tenerife – Kef með Icelandair.
  • 20 kg. innrituð taska og 10 kg. handfarangur.
  • Akstur til og frá flugvelli.
  • Gisting á all inclusive 4* hóteli.
  • Skoðunarferð á vínbúgarð.
  • Skoðunarferð á El Teide
  • Íslensk farastjórn.

Frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða info@tasport.is

 

Lýsing

Tenerife

Tenerife er þekkt fyrir sínar frábæru strendur, gott veðurfar og fjölbreytt úrval af skemmtilegum afþreyingum.

Farastjóri okkar á Tenerife er Minerva Iglesias. Hún er íslensku-, spænsku- og enskumælandi auk þess að vera hress og kát og með góða þjónustulund.

 


Skoðunarferðir í boði

Bodegas Monje

Við bjóðum upp á dagsferð í vínsmökkun á Bodegas Monje vínbúgarðinum en hann er staðsettur í fallegri sveit á norður Tenerife. Frá árinu 1750 hefur Monje fjölskyldan framleitt vín og í dag situr fimmta kynslóðin við stjórnvölinn. Kynntu þér sögu Monje fjölskyldunnar ásamt framleiðslu vínsins í þessu fallega umhverfi sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Innifalið er smökkun á fjórum vínum ásamt fjórum tegundum af osti til þess að njóta með.

 


Iberostar Las Dalias er 4*

Hótelið sem bíður upp á allt innifalið er staðsett mitt á milli Playa de Las Americas og Costa Adeje. Las Dalias bíður upp á björt og rúmgóð herbergi sem öll hafa svalir og loftkælingu. Fjórar sundlaugar sem opnar eru allt árið, þar af ein sundlaug sem hentar börnum og ein sundlaug sem aðeins er fyrir fullorðna. Fjölbreytt afþreying í boði, meðal annars kvöldskemmtanir, borðtennis og pílukast svo eitthvað sé nefnt. Stutt er í veitingastaði og aðra afþreyingu.

Þar sem hótelið bíður upp á allt innifalið þá er hægt að njóta hágæða hlaðborðs með fjölbreyttu úrvali smárétta og snakki. Einnig geta gestir notið þess að fá sér drykki á barnum (allir innlendir drykkir innifaldir).

Fallegar strendur allt í kring um hótelið, þar má nefna Bobo ströndina og La Pinta ströndina sem báðar eru í 500 m fjarlægð.

Akstur frá flugvelli: 15 km.

Siam Park: 0,7 km.

Las Américas – golfvöllurinn: 2 km.

 


 

 

Skoðunarferðir – afþreying – skemmtigarðar – vínsmökkun

Inni á visitspain.is  getur þú séð fjölda af möguleikum og gengið frá pöntun á þeirri afþreyingu og skemmtun sem þú vilt njóta í ferðinni þinni.