Top Ten

Flokkur:

Áfangastaður

  • Blanes/Tordera – Norður af Barcelona

 Innifalið

  • Flug Kef – BCN – Kef, (20kg. innrituð taska og 10kg. handfarangur.)
  • Akstur til og frá flugvelli í Barcelona
  • Gisting íbúðir eða hótel
  • Akstur til og frá æfingarsvæði.
  • Fullt eða hálft fæði.
  • Ein 90 mín æfing pr. dag (hægt að bæta við)
  • Vesti, keilur ofl.
  • Búningsklefi.
  • Vatn á æfingum.

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Lýsing

Top Ten Training

Staðsett á Costa Brava ströndinni um 1.klst frá Barcelona og 40 mínútum frá Girona. Í nálægð við Top Ten svæðið eru nokkrir litlir strandbæir ber helst að nefna Malgrat de Mar og Lloret De Mar Á svæðinu eru 14 grasvellir, 11 vellir 11v11 og þrír 7manna vellir. Top Ten hefur umsjón með 5 gervigrasvöllum staðsettir í nágrannasveitarfélögunum Tordera, Palafolls, Blanes og Maçanet. Lið geta valið á milli 3* og 4* hótel gistingar sem er í 12 – 18 mínútna keyrslu frá æfingarsvæðinu.

 

Aqua Hotel Silhouette & Spa – Adults Only

Er staðsett 250 metra frá ströndinni í Malgrat de Mar. Stór hótelgarður með 2 sundlaugum og heilsulind. Veitingastaður með hlaðborð frá Miðjarðarhafinu.

Öll herbergin eru með ókeypis WiFi, loftkælingu, ókeypis öryggishólfi, litlum ísskáp og flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum. Baðherbergið er með ókeypis snyrtivörum og hárþurrku. Sum herbergin eru með útsýni yfir sundlaug eða sjávarútsýni.

Heilsulindin sem er í boði gegn aukakostnaði felur í sér líkamsræktaraðstöðu, innilaug og meðferðir eins og nudd.

Hótelið er 300 metra frá aðalpromenade Malgrat de Mar og Malgrat de Mar lestarstöðin er í 8 mínútna göngufjarlægð.