Síðumúla 25 108 Reykjavík Sími 552-2018 info@tasport.is (25)
Vidago Palace, Porto
Golfferð
Portúgal
5

Láttu stjana við þig með heimsklassaþjónustu á Vidago Palace

13. – 20. apríl 2025

Verð frá 359.800 kr. á mann í tvíbýli

LÝSING

Vidago Palace 5* hótel, golf og heilsulind.

Vidago Palace er eitt glæsilegasta hótel Portúgals. Hótelið er umkringd náttúrufegurð með blönduðum grænum görðum og heilsulindum.

Þetta er lúxus hótel eins og þau gerist best með einum fallegasta golfvelli Porto. Hótelið býður upp á heilsulindir, inni og úti sundlaug, nudd, vatns – og ilmkjarnaolíur meðferðir sem telja hafa vissan lækningamátt. Herbergin á Palace Vidago eru innréttuð með ljósum litum og lofthæð með háum gluggum, einnig er rúmgott setu svæði á herbergjum.

Vidago Palace býður upp á 4 veitingastaði, þar á meðal glæsilegan aðal veitingasal sem er eins og leikmynd frá 18 öld. Einnig er útisvæði sem grillið fær að blómstra.

Frægasta útflutnings vín svæðisins er hægt að smakka í vínkjallara Vidago Palace. Vidago Palace er staðsett í aðeins 5 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Vidago.

Vidago Palace hótelið er einnig frægt fyrir leikmynd úr þáttunum „ Downton  Abbey„ sem hefur farið sigurför um alla Evrópu.

Golfvöllur

Vidago Palace Hotel golfvöllurinn var opnaður árið 1936, en hann er hannaður var af skoska golf sérfræðingnum Philip Mackenzie Ross. Golfvöllurinn var síðan endurgerður árið 2010 af Cameron Power. Þetta er glæsilegur golfvöllur sem alþjóðleg golfmót fara fram á. Besti og flottasti golfvöllur Porto.

Carlos 1 – Konungur  Portúgals

Það var á 19. öld sem D. Carlos I konungur vildi koma á fót heilsu lækningalind í Portúgal. Vatnið í þorpinu Vidago var þegar talið það besta í Evrópu, það kom því ekkert

annað til greina en að reisa höll í þorpinu Vidago og útbúa heilsulind. Carlos 1 hugðist nota Vidago Palace sem sitt annað heimili, en lést á sviplegan hátt þann 1 febrúar 1908.

Þann 6. október 1910 var Vidago Palace hótelið vígt og enn í dag er talið að vatnið í Vidago sé með lækningamátt.

bóka ferð

Myndagallerý

Hafa samband