Síðumúla 25 108 Reykjavík Sími 552-2018 info@tasport.is (5)
Vetrarjazz í Tórshavn
Sérferðir
Færeyjar
Þórshöfn
4

Hópferð á vetrarjazz í Tórshavn

31. janúar – 3. febrúar 2025

Stórskemmtileg jazzferð til Færeyja með íslenskri fararstjórn.

Fyrir allar fyrirspurnir hafið samband í síma 552-2018 eða á info@tasport.is

Verð

214.800 kr.244.800 kr.

Ekki missa af einstakri ferð og skelltu þér á vetrarjazz í Færeyjum 2025!

Fáðu tónlistina beint í æð frá hinum frábæru tónlistarmönnum sem munu spila á hátíðinni. Þarna koma saman m.a. íslenskir, færeyskir og danskir listamenn og eru þar á meðal heimsfrægir listamenn; meðal annars Kurt Rosenwinkel (USA), Mikael Máni (IS), Yuval Ron Trio (DE), Silva & Steini (IS) og Espen Berg Trio (NO).

 

Brottfarardagur og flug:

Flogið er með Atlantic Airways.

31.janúar – brottför frá Keflavík kl.11:25

3.febrúar – brottför frá Vogaflugvelli kl. 09:10

 

Fararstjóri: Jóhann Valbjörn

Hópurinn fer með rútu frá flugvelli og verður ekið um leið liggur út á Bö sem er fallegt þorp við Saurvogsfjörð þaðan sem sést út til Mykineseyju, Tindhólm og út á Vesturhafið í átt til Íslands.  Báðum stöðum  bregður fyrir í Disneymyndinni Peter Pan og Wedy en að sjálfsögðu er ”Neverland” Færeyjar.

Fararstjóri mun fara yfir sögu Færeyja og einnig tónlistarsögu með áherslu á dægurtónlist, djass og blús. Hópurinn mun því vera vel upplýstur og tilbúinn í tónaflóð helgarinnar þar sem boðið er upp á 10 tónleika víða um Þórshöfn. Gist verður á hótel Brandan sem er örstutt frá og í göngufæri við hina ýmsu staði þar sem tónleikar fara fram.

Fararstjóri mun leiða hópinn á tónleika og einnig verður farið á sögulega staði þar sem hópurinn upplifir ógleymanlega ferð.

Dagskráin er afar fjölbreytt og skemmtileg þar sem boðið er upp á einstaka upplifun í tónlist og sögu Færeyja.

 

 

Tórshavn city guide: Where to eat, drink, shop and stay in the Faroe Islands capital | The Independent

bóka ferð


Myndagallerý

Hafa samband