Old,Town,And,Port,Of,Riva,Del,Garda,At,The
Ca' degli Ulivi Gardavatn
Golfferð
Ítalía
5

Ca’ degli Ulivi Gardavatn 29.apríl – 9.maí 2026

Verð frá kr. 359.800 á mann í tvíbýli

Frekari upplýsingar og verðtilboð í síma 552-2018 eða info@tasport.is

Ca’ degli Ulivi – Gardavatnið

Eitt af fallegri golf svæðum Evrópu, staðsett við Gardavatnið , í héraði sem kallast Marciaga di Costermano. Ólífutrén, sem gefa klúbbnum nafn sitt, eru einkennandi plöntur þessa svæðis. Sérstök umhyggja hefur verið lögð í ræktun þeirra, hvert sem litið er þá erum við umlukinn Ólífutrjám og fallegri náttúru. Golfvöllurinn er staðsettur í himneskri náttúru með stórkostlegu útsýni yfir Garda, ólífulundir, eikarskóga, aldingarða, víngarða, þarna grípur maður andann á lofti. Milt loftslag Gardavatns gerir þér kleift að spila golf flesta daga ársins. Á hlýrri mánuðum þakkar maður fyrir léttri golu sem er nauðsynleg á stað sem þessum.

Á staðnum er golf akademía við völlinn með æfingasvæði og púttvelli, einnig kerru –  og golfbílaleiga, töskugeymsla, búningsklefar, bar og veitingastaður að ógleymdri golfverslun. Á golfsvæðinu er einn 18 holu keppnisvöllur og annar 9 holu golfvöllur sem er í einkaeigu hótelsins sem gestir geta spilað

18 holu keppnisvöllur 

Keppnisvöllurinn var hannaður af breska golf fyrirtækinu Cotton Penninck & Partners.

Hönnun og skipulag vallarins telst krefjandi fyrir lengra komna, en líka skemmtilegur fyrir byrjendur í golfi. Teigar eru við alla hæfi.

 

Upplýsingar vegna Ítalíu ferðar Golf Búðarinnar við Gardavatnið

Farið verður 29.apríl – 9. maí, flogið er með Icelandair til Mílanó. Rútuferð í c.a. 2 tíma á Gardavatnið. Gist verður á 5* hóteli/resort Ca’Degli Ulivi.

Í boði eru 40 fm svíta með aðgangi að“infinity” sundlaug og stórkostlegu útsýni yfir Gardavatnið, og einnig 33fm svítu með aðgangi að stórri sameiginlegri verönd með sama útsýni

Þetta er draumaferð kylfingsins á einn fallegasta stað Evrópu.

Verð, Svítu/Infinity pool er 389,800 kr per mann m.v. tveir saman í herbergi.

Verð, Svítu/með verönd er 359,800 kr per mann m.v. tveir saman í herbergi.

Innifalið er flug, með töskum, flutningur til og frá flugvelli, gisting með morgunverði, golf + golf bill (18 holur á dag)

Boðið verður upp á golfmót í ferðinni og glæsileg verðlaun. Boðið upp á skoðunarferð til Tommasi vín framleiðandans sem er einungis 20 mín frá hótelinu, ef næg þáttaka fæst ( ekki innifalið kostar aukalega ) Boðið er upp á ferðir á “local” veitingastaði í nágrenni við hótelið. Ca’ degli Ulivi hótelið býður upp á mjög fínan La Carte veitingastað með stórbrotnu útsýni

 

 

 

 

bóka ferð

Myndagallerý