Af hverju Færeyjar?
Færeyjar eru heillandi áfangastaður með einstaka náttúrufegurð, skemmtilega sögu og vinalega íbúa. Mörgum hefur dreymt um að heimsækja þessar fallegu eyjar eða vilja fara aftur – og nú er tækifærið!
Færeyjar er staður með einstakri náttúru, menningu og sögu. Upplifunin er einstök og skilur eftir sig ógleymanlegar minningar.
Jóhann Ólafsson – Fararstjóri með sérþekkingu á Færeyjum
Jóhann hefur fylgst með mönnum og málefnum í Færeyjum í áratugi og kann ótal góðar sögur. Hann var fyrst sendur til starfa í Færeyjum af Eimskip árið 1991, bjó þar í sjö ár og hefur síðan árið 2011 verið búsettur þar. Með Jóhann sem leiðsögumann tryggjum við einstaka upplifun.
Hvernig bóka ég ferð?
Hægt er að hringja á skrifstofu okkar í Síðumúlanum í síma 552-2018 til að fá nánari upplýsingar og tilboð. Einnig má senda okkur fyrirspurnir á e-mail info@tasport.is
Við hlökkum til að skipuleggja ógleymanlega ferð fyrir ykkur!
GISTING
Hotel Brandan****
Hotel Brandan er fjögra stjörnu hótel staðsett í Þórshöfn í göngufjarlægð frá miðbænum.
Á hótelinu er líkamsrækt, verönd og veitingastaður. Snyrtileg, rúmgóð og vel útbúin herbergi.
Láttu okkur sjá um að sérsníða ógleymanlega ferð fyrir þig og hópinn þinn til Færeyja!