19 – 22. september 2025
Hafið samband við TA Sport Travel fyrir frekari upplýsingar í síma 552-2018 eða á info@tasport.is
Áhangendur Arsenal eru orðnir langeygir eftir meistaratitli. Eftir 2. sætið þrjár leiktíðir í röð standa spjótin óneitanlega á Mikel Arteta. Þrátt fyrir að hafa fengið umtalsvert fé til að styrkja leikmannahópinn ár frá ári hefur herslumuninn alltaf vantað. Leiðin að titlinum verður ekki síður grýtt nú en á síðustu leiktíð þar sem bæði Liverpool og City mæta til leiks með mun öflugri leikmannahópa en á síðustu leiktíð.
Heimavöllur Arsenal, Emirates, tekur 60.700 áhorfendur og hefur reynst aðkomuliðum mikil gryfja undanfarin ár.
Arsenal hefur unnið enska meistaratitilinn 13 sinnum og FA Cup 14 sinnum, oftar en nokkurt enskt lið. Deildabikarinn (League Cup/EFL Cup og nú Carabao Cup) hefur Arsenal tvívegis unnið.
Að þessu sinni mætir Arsenal liði Man City.
Cannon Club Level
Hvernig á að bóka?
Staðfestingargjald, fullgreiðsla ferðar og afbókanir
Kef-London
London-Kef
President Hotel 3* – Notalegt og vel staðsett hótel í London
President Hotel er þægilegt og vel staðsett 3* hótel í hjarta London, rétt við Russell Square. Þetta hótel er fullkominn kostur fyrir þá sem vilja dvelja á hagkvæmu og vinalegu hóteli með frábæra staðsetningu í göngufæri frá mörgum af helstu kennileitum borgarinnar.
Staðsetning
Hótelið er staðsett í Bloomsbury-hverfinu, sem er þekkt fyrir fallega arkitektúr og nálægð við menningar- og verslunarsvæði. Aðeins nokkurra mínútna ganga er í Russell Square neðanjarðarlestarstöðina, sem gerir gestum kleift að ferðast auðveldlega um London.
Helstu kennileiti í nágrenninu: